Viðar Jónsson (1947-)

Tónlistarmaðurinn Viðar Jónsson hefur komið víða við í tónlistarbransanum þótt ekki hafi hann verið áberandi í vinsældapoppinu, hann var þó allþekktur í pöbbabransanum og á einnig að baki nokkrar útgefnar plötur. Viðar (f. 1947) á rætur sínar að rekja í Kópavoginn og þar lék hann með ýmsum hljómsveitum á unglingsárum sínum. Hann mun hafa byrjað…

Viðar Gunnarsson – Efni á plötum

Viðar Gunnarsson – Í fjarlægð: Viðar Gunnarsson syngur íslensk einsöngslög, Jónas Ingimundarson leikur með á píanó Útgefandi: Vaka-Helgafell Útgáfunúmer: VHLP 01 Ár: 1990 1. Sverrir konungur 2. Enn ertu fögur sem forðum 3. Nótt 4. Friður á jörðu 5. Rósin 6. Vorgyðjan kemur 7. Áfram 8. Í fjarlægð 9. Interview 10. Heimþrá 11. Nirfillinn 12.…

Viðar Gunnarsson (1950-)

Óperusöngvarinn Viðar Gunnarsson hefur sungið í fleiri óperum en flestir aðrir Íslendingar, hann starfaði lengi vel í Þýskalandi en hefur nú aftur flutt heim til Íslands. Viðar fæddist 1950 í Danmörku en bjó þó fyrstu ár ævi sinnar í Ólafsvík, hann hefur oft haldið tónleika þar á æskustöðvum sínum. Hann fluttist til Reykjavíkur um fimm…

Viðar Jónsson – Efni á plötum

Viðar Jónsson – Sjóarinn síkáti / Svona er lífið [ep] Útgefandi: VJ hljómplötur Útgáfunúmer: VJ101 Ár: 1973 1. Sjóarinn síkáti 2. Svona er lífið Flytjendur: Viðar Jónsson – söngur og gítar Helgi Hjálmarsson – orgel og rafmagnspíanó Þórður Þórðarson – trommur Jón Garðar – bassi  Bragi Einarsson – saxófónn Kristinn Svavarsson – söngur, flauta og…

Viggó Brynjólfsson – Efni á plötum

Viggó Brynjólfsson – Í tónum Útgefandi: Viggó Brynjólfsson Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 2010 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: Viggó Brynjólfsson – harmonikka [engar upplýsingar um aðra flytjendur]

Viggó Brynjólfsson (1926-2021)

Viggó Brynjólfsson eða Ýtu-Viggó eins og hann var iðulega kallaður er hálfgerð goðsögn í heimi vegavinnu og samgangna en hann á sennilega lengstan starfsaldur allra ýtustjóra hér á landi, hann lék einnig á harmonikku og eftir hann liggur ein plata. Viggó fæddist 1926 vestur á Ströndum og ólst þar við nokkurn áhuga á harmonikkutónlist en…

Vigga viðutan (1983)

Vigga viðutan var eins konar pönktríó myndað af þekktum tónlistarmönnum þess tíma, hverjir þeir voru liggur hins vegar ekki fyrir og er hér óskað upplýsinga um þá. Tríóið starfaði í skamman tíma og kom hugsanlega fram einungis einu sinni, á Hótel Borg snemma vors 1983.

Viðsemjendur (um 1980)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið Viðsemjendur en nafn sveitarinnar mun vera komið til af því að meðlimir sveitarinnar, sem voru ungir að árum, sömdu allt efni sem þeir fluttu sjálfir. Kristinn H. Árnason gítarleikari ku hafa verið einn meðlima sveitarinnar en einnig er giskað á að Kormákur Geirharðsson hafi verið trymbill…

Viðfjarðarundrin (1999-2000 / 2009)

Viðfjarðarundrin er djasssveit sem hefur tvívegis verið starfandi, fyrst veturinn 1999-2000 og svo aftur nokkrum árum síðar, árið 2009. Í fyrra skiptið voru það Birgir Baldursson trommuleikari, Guðmundur Pétursson gítarleikari, Eðvarð Lárusson gítarleikari og Þórður Högnason bassaleikari en í síðara skiptið hafði kvartettinn breyst í kvintett með Davíð Þór Jónsson píanista sem viðbót.

Viðarstaukur [tónlistarviðburður] (1983-)

Viðarstaukur er nafn á hljómsveitakeppni sem haldin hefur verið innan Menntaskólans á Akureyri um árabil, keppnin er haldin á vegum TÓMA (Tónlistarfélags MA). Viðarstaukur (dregið af Woodstock) var fyrst haldinn árið 1983 og var Logi Már Einarsson (síðar alþingismaður) einn aðal hvatamaðurinn að keppninni, hún hefur síðan þá verið árviss viðburður í félagslífi skólans, keppnin…

Vignir Daðason – Efni á plötum

Vignir Daðason og Blazt – Loksins Útgefandi: Vignir Daðason Útgáfunúmer: VD 1 Ár: 1997 1. Dagar víns og rósa (Loksins) 2. Memories 3. Ég veit 4. Help me decide 5. Til hvers 6. Andvaka 7. Ég vissi ekki…… 8. I wait 9. Prayer Flytjendur: Vignir Daðason – söngur, slagverk, munnharpa og raddir Þór Sigurðsson –…

Vignir Daðason (1962-)

Vignir Daðason tónlistarmaður frá Keflavík hefur starfað með fjölmörgum hljómsveitum í gegnum tíðina og einnig sent frá sér plötu með frumsömdu efni. Vignir (fæddur 1962) var um tvítugt þegar hann vakti fyrst athygli með hljómsveitinni Coda frá Keflavík en þar söng hann. Hann starfaði í kjölfarið með fleiri sveitum s.s. Kjarnorkublúsurunum, Blúsbroti, Glebroti og Gabríel…

Vignir Bergmann – Efni á plötum

Sögur af Suðurnesjum – ýmsir Útgefandi: Geimsteinn Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 2007 1. Upp og niður 2. Súsanna 3. Í bítlabænum 4. Krossinn 5. Saknaðartregi 6. Vetrarkvöld á Vogastapa 7. Kvótinn fór á flakk 8. Við höfnina 9. Í köldu stríði 10. Merkines 11. Vikivaki á Flankastöðum 12. Hassan kemur heim 13. Sólsetur í Garði…

Vignir Bergmann (1950-)

Tónlistarmaðurinn Vignir Bergmann (Sigurður Vignir Bergmann Magnússon) var einn af þeim tónlistarmönnum sem Keflavík ól af sér á sjöunda og áttunda áratugnum en hann starfaði með nokkrum af þekktustu hljómsveitum Suðurnesjanna. Vignir er fæddur 1950 og var strax á unglingsaldri kominn í hljómsveitir, hann spilaði t.a.m. með Echo sem fleiri keflvískir tónlistarmenn stigu sín fyrstu…

Viggó tinnitus (1996)

Hljómsveitin Viggó tinnitus starfaði í Vestmannaeyjum árið 1996 í nokkra mánuði. Meðlimir hennar voru Þröstur Jóhannsson bassaleikari, Birgir Hrafn Hafsteinsson hljómborðs- og gítarleikari, Ívar Bjarklind söngvari, Gísli Elíasson trommuleikari og Leifur Geir Hafsteinsson gítarleikari.

Exit [2] – Efni á plötum

Exit [2] – Exit [snælda] Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1990 1. Meint geðveiki 2. Jesú 3. Móðurást 4. Slam 5. Spilafíkn 6. Andaborð 7. Sláturhúsmorðinginn 8. Hvísl í myrkri 9. Bið Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur] Exit [2] – Drepum! / Árbær [ep] Útgefandi: Reykjavík records shop Útgáfunúmer: RRS 006 Ár: 2019…

Afmælisbörn 27. mars 2019

Afmælisbörn Glatkistunnar í dag eru þrjú talsins, öll eru látin: Jón Hrólfsson harmonikkuleikari hefði átt afmæli í dag en hann lést 2017. Jón  (f. 1946) sem upphaflega kom af Melrakkasléttunni, lék með ýmsum harmonikkusveitum en kom einnig margsinnis einn síns liðs fram með nikkuna í gegnum tíðina. Hann gaf á sínum tíma út sólóplötuna Gleðihopp…