Viðar Alfreðsson – Efni á plötum

Viðar Alfreðsson – Spilar og spilar: Plays and plays Útgefandi: Viðar Alfreðsson / Skífan Útgáfunúmer: VA 101 Ár: 1980 1. Be my love 2. If he walked into my life 3. Cavatina 4. Vala 5. Making woophee 6. As long as he needs me 7. For once in my life 8. Three 9. Misty Flytjendur:…

Viðar Alfreðsson (1936-99)

Viðar Alfreðsson tónlistarmaður var lengi vel fremstur íslenskra tónlistarmanna þegar kom að blásturshljóðfærum en hann blés í flest málmblásturshljóðfæri og var jafnvígur á klassík og djass. Líklega kom þó skaplyndi hans í veg fyrir frekari frama á erlendri grundu en varð um leið til að Íslendingar nutu krafta hans þess í stað. Ferli hans má…

Við [4] (2008)

Þjóðlagadúett undir nafninu Við kom fram á viðburðum tengdum Menningarnótt 2008 en ekki liggur fyrir hver skipuðu hann. Þó liggur fyrir að um karl og konu var að ræða. Óskað er eftir frekari upplýsingum.

Við [3] (1990-92)

Þeir Björgvin Gíslason gítarleikari og Kristján Frímann Kristjánsson myndlistamaður og ljóðskáld starfræktu um tíma dúett undir nafninu Við. Um var að ræða ljóðalestur Kristjáns við undirleik Björgvins. Þeir félagar komu fyrst fram undir þessu nafni haustið 1990 en þeir höfðu þá í raun starfað mun lengur saman, m.a. hafði Kristján þá séð um draumaráðningaþætti í…

Við [2] (1989)

Dúettinn Við kom fram í að minnsta kosti eitt skipti á Ölveri í Glæsibæ árið 1989. Það voru þeir Sigurður Hafsteinsson gítarleikari og söngvari og Mark Brink bassaleikari og söngvari sem skipuðu dúettinn en ekki liggur fyrir hversu lengi þeir störfuðu.

Við á vellinum (um 1990)

Hljómsveit með þessu nafni starfaði í kringum 1990, að öllum líkindum á Akureyri. Tómas Hermannsson gítarleikari [?] var í þessari sveit en ekki er vitað um aðra meðlimi hennar, óskað er eftir frekari upplýsingar um þá.

Við þrjú [2] (1990)

Síðsumars árið 1990 starfaði þjóðlagatríó undir nafninu Við þrjú. Ekkert bendir til þess að um sama tríó sé að ræða sem starfandi var um fimmtán árum fyrr. Upplýsingar um skipan tríósins liggja ekki fyrir en þó gæti Kjartan Ólafsson hafa verið í því, hann hefur við í sveit með sama nafni.

Við þrjú [1] (1973-76)

Þjóðlagatríóið Við þrjú vakti nokkra athygli um miðjan áttunda áratug síðustu aldar án þess þó að senda frá sér plötu, tríóið kom fram m.a. á skemmtunum sem Ferðaleikhúsið stóð fyrir, á héraðsmótum hjá framsóknarflokknum og á hvers kyns þjóðlagahátíðum sem haldnar voru á þessum árum. Meðlimir tríósins voru Ingibjörg Ingadóttir, Guðjón Þór Guðjónsson og Sturla…

Við strákarnir [2] (1993)

Pöbbatríóið Við strákarnir léku síðsumars og haustið 1993 á fjölmörgum pöbbum á landsbyggðinni, m.a. í Grindavík, Stykkishólmi, Hveragerði og Flateyri en ekki liggur þó fyrir hvaðan þeir félagar gerðu út sveitina. Meðlimir tríósins voru Jakob Ingi Jakobsson sem lék á midi-harmonikku, Sigurður Már Ágústsson banjó- og rafgítarleikari og Teitur Guðnason kassagítarleikari og söngvari. Teitur hafði…

Við strákarnir [1] (1989-90)

Hljómsveitin Við strákarnir starfaði á árunum 1989 og 90 á Akureyri, og hugsanlega eitthvað lengur. Við strákarnir léku blandaða blústónlist og komu fram í nokkur skipti á norðanverðu landinu, mest á Akureyri. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Húnbogi Valsson gítarleikari, Hafliði Hauksson trommuleikari, Teitur Guðnason bassaleikari og Gunnar Eiríksson söngvari og munnhörpuleikari.

Við kátir félagar (1979)

Hljómsveitin Við kátir félagar lék á skemmtun í Öskjuhlíðarskóla vorið 1979 en engar aðrar upplýsingar er að finna um þessa sveit, hverjir skipuðu hans, hversu lengi hún starfaði o.s.frv. Ef einhverjir luma á upplýsingum um þessa sveit mega þeir gjarnan senda þær til Glatkistunnar.

Við sem fljúgum [2] (1989-90)

Hljómsveitin Við sem fljúgum var ballsveit sem starfaði í Vestmannaeyjum veturinn 1989-90. Meðlimir hennar voru Þórarinn Ólason söngvari, Birkir Huginsson saxófónleikari, Óskar Sigurðsson trommuleikari, Pétur Erlendsson gítarleikari, Jón Kristinn Snorrason bassaleikari og Hersir Sigurgeirsson hljómborðsleikari. Sigurður Ómar Hreinsson var líklega fyrsti trymbill sveitarinnar en Óskar tók við af honum. Stór hluti sveitarinnar starfaði síðar með…

Afmælisbörn 21. mars 2019

Á þessum degi eru afmælisbörnin tvö á skrá Glatkistunnar: Bergsveinn Arilíusson söngvari er fjörutíu og sex ára, hann var áberandi á árunum fyrir og um aldamótin og söng lengst af með hljómsveitinni Sóldögg en einnig með Pöpum. Áður hafði hann vakið athygli með Ðí Kommittments og Acid juice, og 1993 kom út platan Kærleikur sem…