Við [3] (1990-92)

Við

Þeir Björgvin Gíslason gítarleikari og Kristján Frímann Kristjánsson myndlistamaður og ljóðskáld starfræktu um tíma dúett undir nafninu Við. Um var að ræða ljóðalestur Kristjáns við undirleik Björgvins.

Þeir félagar komu fyrst fram undir þessu nafni haustið 1990 en þeir höfðu þá í raun starfað mun lengur saman, m.a. hafði Kristján þá séð um draumaráðningaþætti í útvarpi um nokkurra ára skeið og flutt í þeim ljóð við tónlist Björgvins. Sú hugmynd hafði jafnvel komið upp að gefa eitthvað af efninu út á plötu en af því varð þó aldrei.

Við komu fram í nokkur skipti á árunum 1990-92, oftar en ekki á uppákomum tengdum listahópsins Kabarett 2007.