Við strákarnir [1] (1989-90)

Blússveitin Við strákarnir

Hljómsveitin Við strákarnir starfaði á árunum 1989 og 90 á Akureyri, og hugsanlega eitthvað lengur.

Við strákarnir léku blandaða blústónlist og komu fram í nokkur skipti á norðanverðu landinu, mest á Akureyri.

Meðlimir sveitarinnar voru þeir Húnbogi Valsson gítarleikari, Hafliði Hauksson trommuleikari, Teitur Guðnason bassaleikari og Gunnar Eiríksson söngvari og munnhörpuleikari.