Við strákarnir [1] (1989-90)

Hljómsveitin Við strákarnir starfaði á árunum 1989 og 90 á Akureyri, og hugsanlega eitthvað lengur. Við strákarnir léku blandaða blústónlist og komu fram í nokkur skipti á norðanverðu landinu, mest á Akureyri. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Húnbogi Valsson gítarleikari, Hafliði Hauksson trommuleikari, Teitur Guðnason bassaleikari og Gunnar Eiríksson söngvari og munnhörpuleikari.

Búgímenn (1994)

Blúsrokksveitin Búgímenn (Boogiemen) starfaði um skamman tíma síðsumars 1994 og kom þá fram í nokkur skipti á öldurhúsum höfuðborgarsvæðisins. Sveitina skipuðu þeir Gunnar Eiríksson söngvari og munnharpa, Einar Valur Einarsson bassaleikari, Svanur Karlsson trommuleikari og Jóhannes Snorrason gítarleikari.

Blúsbræður [6] (1999)

Árið 1999 starfaði hljómsveit sem bar nafnið Blúsbræður, líklega á höfuðborgarsvæðinu. Meðlimir hennar voru Matthías Stefánsson gítarleikari, Ingvi R. Ingvason trommuleikari og söngvari, Árni Björnsson bassaleikari, Tómas Malmberg söngvari, Gunnar Eiríksson munnhörpuleikari og söngvari, Jóhann Ólafur Ingvason hljómborðsleikari, Ólafur Jónsson saxófónleikari og Snorri Sigurðarson trompetleikari. Af hljóðfæraskipaninni að dæma má ætla að sveitin hafi sérhæft…

Blues express (1993-2003)

Blússveitin Blues express starfaði í um áratug og var áberandi í blússenunni, höfuðvígi sveitarinnar var Blúsbarinn en sveitin lék þó miklu víðar bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Blues expreess átti rætur sínar að rekja til Akureyrar og var líklega stofnuð þar þótt þeir félagar gerðu síðar út frá höfuðborgarsvæðinu. Meðlimir sveitarinnar voru í upphafi…

Röddin (1984-86)

Hljómsveitin Röddin var í raun sama sveit og The Voice, sem stofnuð var 1984 en vorið 1986 breytti sveitin um nafn. Hún var þá skipuð þeim Davíð Traustasyni söngvara, Einari Á. Ármannssyni trommuleikara, Össuri Hafþórssyni bassaleikara og Gunnari Eiríkssyni gítarleikara. Sveitin vann að fjögurra laga plötu sumarið 1986 en hún kom aldrei út, Róbert Alan…

The Voice (1984-86)

Hljómsveitin The Voice var stofnuð 1984 á Seltjarnarnesi. Sveitin vakti fljótlega nokkra athygli og keppti í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1985. Hún komst ekki í úrslit keppninnar en þá var sveitin skipuð fimmmenningunum Davíð Traustasyni söngvara, Einari Á. Ármannssyni trommuleikara, Jóhanni Álfþórssyni hljómborðsleikara, Gunnari Eiríkssyni gítarleikara og Össuri Hafþórssyni bassaleikara. Um sumarið spilaði sveitin nokkuð opinberlega,…