Búgímenn (1994)

Búgímenn

Blúsrokksveitin Búgímenn (Boogiemen) starfaði um skamman tíma síðsumars 1994 og kom þá fram í nokkur skipti á öldurhúsum höfuðborgarsvæðisins.

Sveitina skipuðu þeir Gunnar Eiríksson söngvari og munnharpa, Einar Valur Einarsson bassaleikari, Svanur Karlsson trommuleikari og Jóhannes Snorrason gítarleikari.