Búbót (1975-77)

Búbót

Hljómsveitin Búbót mun hafa verið starfrækt í Grindavík um og eftir miðjan áttunda áratug 20. aldarinnar og var eftir því sem menn segja, fyrsta hljómsveitin sem starfrækt var í bænum – þar til annað kemur í ljós.

Fyrstu heimildir um Búbót eru frá árinu 1975 en sveitin gæti hugsanlega hafa verið starfandi fyrr. Meðlimir hennar voru Kolbrún Sveinbjörnsdóttir söngkona, Ómar [?] söngvari og gítarleikari, Kristinn Óskarsson bassaleikari, Gulli [?] Friðbjarnarson gítarleikari og Sigurður Ragnar Ólafsson trommuleikari.

Sveitin lék á dansleikjum víða um land og var starfandi til 1977 að minnsta kosti.