Röddin (1984-86)

roddin

Röddin

Hljómsveitin Röddin var í raun sama sveit og The Voice, sem stofnuð var 1984 en vorið 1986 breytti sveitin um nafn. Hún var þá skipuð þeim Davíð Traustasyni söngvara, Einari Bergi Ármannssyni trommuleikara, Össuri Hafþórssyni bassaleikara og Gunnari Eiríkssyni gítarleikara.

Sveitin vann að fjögurra laga plötu sumarið 1986 en hún kom aldrei út, Róbert Alan tók við gítarnum af Gunnari og Davíð hætti í sveitinni (og stofnaði Rauða fleti) og náði sveitin sér aldrei eftir þessar mannabreytingar.

Þórður Bogason og Einar Jónsson störfuðu um tíma með sveitinni en hún hætti líklega um haustið 1986. Össur bassaleikari var þá líklega genginn til liðs við Rauða fleti.

Einhverjar tilraunir voru gerðar til að endurlífga sveitina snemma árs 1987 en þær gengu ekki eftir.