The Voice (1984-86)

Voice2, the1

The Voice

Hljómsveitin The Voice var stofnuð 1984 á Seltjarnarnesi. Sveitin vakti fljótlega nokkra athygli og keppti í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1985. Hún komst ekki í úrslit keppninnar en þá var sveitin skipuð fimmmenningunum Davíð Traustasyni söngvara, Einari Á. Ármannssyni trommuleikara, Jóhanni Álfþórssyni hljómborðsleikara, Gunnari Eiríkssyni gítarleikara og Össuri Hafþórssyni bassaleikara.

Um sumarið spilaði sveitin nokkuð opinberlega, t.a.m. á Rykkrokktónleikunum.

Árið eftir tók The Voice aftur þátt í Músíktilraunum og komst nú áfram eftir að dómnefndin hafði kveðið svo á um. Sveitin endaði síðan í þriðja sæti keppninnar á eftir Greifunum og Drykkjum innbyrðis. Þá hafði Jóhann sagt skilið við sveitina.

Fljótlega eftir Músíktilraunir breytti sveitin um nafn, kallaði sig nú Röddina og hóf að vinna að plötu.