Rocket (1984-86)

Rocket

Rocket

Hljómsveitin Rocket (síðar Lögmenn) naut mikilla vinsælda á heimaslóðum sínum í Vík í Mýrdal og nærsveitum um og eftir miðjan níunda áratuginn.

Sveitin var stofnuð 1984 og tók þátt í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1985, þá skipuð þeim Birni Leifi Þórissyni söngvara og hljómborðsleikara, Einari B. Hróbjartssyni gítarleikara, Birni Sigurðssyni bassaleikara og Guðmundi Stefánssyni trommuleikara, sveitin komst ekki í úrslit keppninnar.

Ári síðar, 1986 tók Rocket aftur þátt í Músíktilraunum, komst nú áfram í úrslit og hafði þá auk fyrrnefndra meðlima bætt við sig gítarleikaranum og söngvaranum Gunnari Jónssyni.

Síðar sama ár, um sumarið, breytti sveitin um nafn og kallaði sig Lögmenn.