
Bláa bílskúrsbandið
Bláa bílskúrsbandsins verður fyrst og síðast minnst fyrir að innihalda gítarleikarann Guðmund Pétursson ungan að árum.
Sveitin tók þátt í Músíktilraunum 1987, þá skipuð þeim Guðmundi, Birni Loga Þórarinssyni bassaleikara og Guðvini Flosasyni trommuleikara, en komst ekki í úrslit keppninnar.
Bláa bílskúrsbandið spilaði eitthvað saman eftir Músíktilraunirnar og mun hafa bætt við sig gítarleikara en varð ekki langlíf hljómsveit.