Bláa höndin í Húsi máls og menningar

Föstudags-tónleikaröðin í Húsi máls og menningar heldur áfram og nú er röðin komin að glænýju blúsbandi, BLÁU HÖNDINNI!

Valinn maður í hverju rúmi, Jonni Ólafs (aka Kletturinn), Jakob Frímann, Einar Scheving og Gummi Pé.

Hin nýstofnaða blúshljómsveit flytur hreinræktaðan blús og munu Kletturinn, Segullinn, Pýarinn og Skelfingin bjóða gestum og gangandi í óvissuferð um lendur Mississippi og Memphis, með viðkomu í Liverpool og Lundúnum, enda sækir hljómsveitin áhrif og innblástur beggja vegna Atlantshafsins.

Tónleikarnir hefjast föstudagskvöldið 20. ágúst klukkan 21 og fer miðasala fram við innganginn – kr. 2.500.