Blautir dropar (1991-92)

Blautir dropar

Blautir dropar

Blautir dropar er hljómsveit úr Reykjavík sem starfaði um og eftir 1990, og innihélt Stefán Henrýsson hljómborðsleikara (Sóldögg o.fl.), Arnþór Örlygsson gítarleikara (Addi 800), Erlend Eiríksson söngvara, Gunnar Þór Eggertsson gítaraleikara (Vinir vors og blóma, Land og synir o.fl.) og Brynjar Reynisson bassaleikara. Þannig skipuð átti sveitin lag á safnplötunni Húsið sem gefin var út 1991 til styrktar Krýsuvíkursamtökunum.

Ári síðar (1992) voru meðlimir Blautra dropa þeir Brynjar, Gunnar Þór og Stefán en auk þeirra höfðu bæst í hópinn Jóhann Kjærnested og Haraldur Leonardsson, ekki liggur fyrir á hvaða hljóðfæri nýju meðlimirnir spiluðu.

Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um sveitina.