Bláeygt sakleysi (1993)

engin mynd tiltækBláeygt sakeysi er hljómsveit sem átti lag á safnplötunni Lagasafnið 3 sem út kom 1993, þá var sveitin skipuð þeim Baldvini Hrafnssyni gítarleikara, Sigurði Gíslasyni gítarleikara, Rúnari Guðjónssyni bassaleikara, Bjarka Rafni Guðmundssyni trommuleikara og Rúnari Ívarssyni söngvara en einnig spilaði Þórir Úlfarsson á hljómborð, hugsanlega hefur hann þó ekki verið í sveitinni.

Sama ár átti sveitin lag á annarri safnplötu, Íslensk tónlist 1993. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um Bláeygt sakleysi.