Mjölnir (1993-97)
Litlar og haldbærar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Mjölni (sem er að öllum líkindum sama sveit og bar nafnið Þór og Mjölnir) en sveitin átti tvö lög á safnplötunum Lagasafnið 4 (1993) og Lagasafnið 6 (1997). Á fyrrnefndu safnplötunni skipa sveitina þeir Hermann Ingi Hermannsson söngvari, Sigurður Kristinsson gítarleikari, Birgir Baldursson trommuleikari og Þórir…