Cadillac (2002-03)

Cadillac

Hljómsveitin Cadillac var húshljómsveit á Kringlukránni veturinn 2002 til 2003 og lék þar nær eingöngu.

Meðlimir sveitarinnar voru gamalkunnir popparar, Magnús Kjartansson, Vilhjálmur Guðjónsson og Þórir Úlfarsson en einnig söng Ruth Reginalds með þeim um skamman tíma vorið 2003 rétt áður en sveitin var lögð niður.