GG blús í lifandi streymi frá Cadillac klúbbnum

Fimmtudagskvöldið 27. ágúst verður GG blús dúettinn með tónleika á Cadillac klúbbnum og verður þeim streymt lifandi í gegnum Facebook-síðu klúbbsins. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30. GG blús er blúsaður rokkdúett af Álftanesi, skipaður reynsluboltum úr bransanum – Guðmundi Jónssyni sem leikur á gítar og Guðmundi Gunnlaugssyni trommuleikara, báðir syngja þer með svo með sínu nefi.…

Carl Möller (1942-2017)

Píanóleikarinn Carl Möller lék með mörgum þekktum danshljómsveitum á sínum tíma og er einnig meðal þekktustu djasspíanistum hér á landi, hann lék inn á fjölda platna, kenndi, útsetti, samdi og kom að flestum þáttum tónlistarinnar um ævina. Carl fæddist 1942 í Reykjavík en hann bjó og starfaði á höfuðborgarsvæðinu alla tíð. Það má segja að…

Carnival [2] (2002)

Sumarið 2002 fór skammlífur djasskvartett í eins konar hringferð kringum landið og bar hann nafnið Carnival. Meðlimir kvartettsins voru Ómar Guðjónsson gítarleikari, Helgi Svavar Helgason trommuleikari, Þorgrímur Jónsson bassaleikari og Eyjólfur Þorleifsson, allt gamalreyndir djassleikarar. Carnival hafði mestmegnis söngleikjalög á dagskrá sinni.

Carnival [1] (1977-79)

Hljómsveitin Carnival mun hafa verið starfandi á höfuðborgarsvæðinu á árunum 1977 til 79, sveitin lék mestmegnis á skemmtistöðum Reykjavíkur og á Keflavíkurflugvelli. Sveitin kom fyrst fram á sjónarsviðið haustið 1977 og hafði þá verið stofnuð upp úr The Incredibles sem hafði lagt upp laupana stuttu áður, meðlimir Carnivals voru Pétur Grétarsson trommuleikari, Guðmundur Höskuldsson gítarleikari,…

Carnal Cain (1992)

Hljómsveitin Carnal Cain var ein fjölmargra sveita sem lék á tónleikum í Héðinshúsinu sumarið 1992 en þeir tónleikar voru hluti af óháðu listahátíðinni Loftárás á Seyðisfjörð. Ekkert liggur fyrir um meðlima- og hljóðfæraskipan þessarar sveitar og er því óskað eftir slíkum upplýsingum auk annars sem þykir bitastætt um hana.

Carl Möller – Efni á plötum

Októberlauf, Ljóð + Jazz: tónlist eftir Carl Möller  – ýmsir Útgefandi: Smekkleysa   Útgáfunúmer: SM 89 Ár: 2001 1. Sir Pipp 2. Lauf þitt og vor 3. Ef 4. Tilbrigði um orðin, nóttina, eldinn og allt annað 5. Gísli kveður 6. Og þú ert hennar dís 7. Tvö ljóð úr Vesturbænum (Undir októberlaufi) 8. Þessi dagur…

Carl Billich (1911-89)

Austurríski píanóleikarinn Carl Billich var einn þeirra erlendu tónlistarmanna sem hingað til lands rötuðu á fyrri hluta síðustu aldar. Hann var fluttur í fangabúðir í Bretlandi í síðari heimsstyrjöldinni en kom aftur eftir stríð og bjó hér til æviloka. Carl Boromeus Josef August Billich fæddist í Vín 1911 og framan af var fátt sem benti…

Captain dangerous MacPrick (um 1990)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði á Ísafirði líklega í kringum 1990 og gekk undir nafninu Captain dangerous MacPrick. Meðlimir sveitarinnar voru Arnþór Benediktsson bassaleikari, Jónas [?], Elmar [?] og hugsanlega fleiri en þeir voru þá á unglingsaldri.

Caprí-tríó (1988-2009)

Caprí-tríó (Capri-tríó) starfaði í yfir tvo áratugi í kringum síðustu aldamót og lék einkum gömlu dansana fyrir eldri borgara höfuðborgarsvæðisins. Tríóið kom fyrst fram í febrúar 1988 og lengst af voru meðlimir þess Þórður Örn Marteinsson harmonikkuleikari, Jón Valur Tryggvason söngvari og trommuleikari og Þórður Rafn Guðjónsson gítarleikari. Sú skipan var á Caprí-tríóinu þar til…

A Cappella [3] (2006-08)

Kammerkórinn A Cappella var stofnaður á haustdögum 2006 af Guðmundi Sigurðssyni sem þá var nýkominn til starfa í Hafnarfjarðarkirkju en hann hafði fáeinum mánuðum áður stofnað sams konar kór við Bústaðakirkju undir saman nafni. A Cappella söng við guðsþjónustur en einnig á almennum tónleikum í Hafnarfirði og starfaði eitthvað fram á árið 2008.

A Cappella [2] (2006)

A Cappella var kór sem starfaði við Bústaðakirkju um nokkurra mánaða skeið árið 2006 en stjórnandi hans var Guðmundur Sigurðsson organisti við kirkjuna. Kórinn sem var stofnaður sumarið 2006 taldi fljótlega um tuttugu manns en hætti fljótlega þegar Guðmundur flutti sig um set og tók við starfi í Hafnarfirði þar sem hann stofnaði sams konar…

Caprí kvintett (um 1960)

Afar fáar og litlar heimildir finnast um hljómsveit úr Rangárvalla- eða Árnessýslu, sem gekk undir nafninu Caprí kvintett (Caprý) en þessi sveit mun hafa verið starfandi í kringum 1960, og var nýskyld Safír-sextettnum sem starfaði ekki löngu síðar. Meðlimir Caprí munu hafa verið Pétur Karlsson saxófónleikari, Guðmundur Bjarnason gítarleikari, Bjarni Sigurðsson bassaleikari, Bragi Árnason trommuleikari…

Afmælisbörn 26. ágúst 2020

Í dag eru sex tónlistartengd afmælisbörn á lista Glatkistunnar: Daníel Ágúst Haraldsson tónlistarmaður er fimmtíu og eins árs gamall í dag. Hann vakti fyrst athygli á menntaskólaárum sínum með hljómsveitinni Nýdanskri sem hann hefur starfað með, reyndar með hléum, allt til þessa dags. Áður hafði hann verið í hljómsveitinni Chorus. Daníel Ágúst hefur einnig verið…