Caprí-tríó (1988-2009)

Caprí-tríó

Caprí-tríó (Capri-tríó) starfaði í yfir tvo áratugi í kringum síðustu aldamót og lék einkum gömlu dansana fyrir eldri borgara höfuðborgarsvæðisins.

Tríóið kom fyrst fram í febrúar 1988 og lengst af voru meðlimir þess Þórður Örn Marteinsson harmonikkuleikari, Jón Valur Tryggvason söngvari og trommuleikari og Þórður Rafn Guðjónsson gítarleikari. Sú skipan var á Caprí-tríóinu þar til 1998 en þá kom Kjartan Jónsson inn í stað Þórðar Rafns. Þannig skipuð lék sveitin að öllum líkindum allt til haustsins 2009 en þá komu þeir Haukur Arnar Hafþórsson trommuleikari og Gunnar Pálsson bassaleikari inn í stað Jóns Vals og Kjartans, sú útgáfu starfaði reyndar stutt og hætti sveitin fljótlega eftir það haustið 2009. Þórður harmonikkuleikari var sá eini sem starfaði allan tímann í tríóinu en reyndar leysti Hildur Petra Friðriksdóttir hann stöku sinnum af þegar hann átti ekki heimangengt.

Capri tríóið lék einkum framan af í Glæsibæ fyrir gömlu dönsunum og naut þar vinsælda meðal eldri borgara sem þangað sóttu en síðar lék sveitin víðar um höfuðborgarsvæðinu, oft t.a.m. í Hafnarfirði – tvisvar til þrisvar í viku jafnvel.