Cuffs (1996-2000)

Heimildir eru afar takmarkaðar um hljómsveit sem starfaði í Húnaþingi árin 1996 og 2000 (hugsanlega einnig árin þar á milli) undir nafninu Cuffs og því óskar Glatkistan eftir upplýsingum um þessa sveit, hljóðfæra- og meðlimaskipan o.s.frv.

Cyclone (1994-95)

Hljómsveitin Cyclone úr Mosfellsbæ starfaði um miðjan tíunda áratug liðinnar aldar og keppti þá tvívegis í Músíktilraunum. Fyrra skiptið var vorið 1994 og voru meðlimir Cyclone þeir Kristófer Jensson söngvari, Hugi Jónsson bassaleikari, Egill Hübner gítarleikari og Þorvaldur Kristinn Þorvaldsson Scheving trommuleikari. Sveitin komst í úrslit keppninnar og var Kristófer kjörinn besti söngvarinn það árið.…

Curver Thoroddsen – Efni á plötum

Curver – Hjá Dr. Gunna [snælda] Útgefandi: Ullabjakk Útgáfunúmer: U01 Ár: 1993 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur] Stilluppsteypa & Curver – Inside AM / Make star shine [ep] Útgefandi: Fire Inc. Útgáfunúmer: f 02 Ár: 1994 1. Inside AM 2. Make star shine Flytjendur: Heimir Björgúlfsson – trommur og hljómborð Björt…

Curver Thoroddsen (1976-)

Curver Thoroddsen er með litríkustu listamönnum landsins og sem tónlistarmaður hefur hann komið mjög víða við í listsköpun sinni, allt frá spilamennsku af ýmsu tagi til tón- og textasmíða, hljóðritana, hljóðblandana sem endurhljóðblandana, útgáfumála og allt þar á milli en hann þykir vera sér á báti þegar kemur að sköpun hljóðheima. Birgir Örn Thoroddsen er…

Cursh (1993)

Hljómsveitin Cursh frá Húsavík var skráð til leiks í Músíktilraunum vorið 1993 en af einhverjum ástæðum mætti sveitin ekki til leik. Einnig er hugsanlegt að hún hafi tekið þátt í tilraununum undir öðru nafni. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi þessarar sveitar.

Curse – Efni á plötum

Curse – demo Útgefandi: [án útgefanda] Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1998 1. Ad noctum (intro) 2. Myrkar fórnir 3. Perish in blood (Battlefield of the gods) 4. The darkly shining moon (Astral dreams) 5. Dark symphony Flytjendur: Einar Thorberg Guðmundsson – söngur, gítarar, bassi og hljómborð  Curse – demo Útgefandi: [án útgefanda] Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers]…

Curse (1998-)

Eins manns sveitin Curse hefur starfað síðan fyrir aldamót en hún hefur sent frá sér fjölda platna sem þó aðallega hafa ratað á markaði erlendis. Það er Einar Thorberg Guðmundsson (Eldur) sem er maðurinn á bak við Curse en hann leikur á gítara, bassa og hljómborð auk þess að syngja, hann hefur starfað undir þessu…

Curm (1995)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði sumarið 1995 í Reykjavík undir nafninu Curm og lék þá á tónleikum í miðbænum. Allar líkur eru á að um rokksveit í harðari kantinum hafi verið að ræða.

Hippi

Hippi (Lag / texti: Valgeir Guðjónsson og Sigurður Bjóla) Hann var eitt sinn hippi á rósóttum kjól og glæsta draumi í brjósti ól. Flötum beinum margan dag sat hann uppi‘ á Arnarhól og horfði yfir safírbláan sæinn. Tiplaði á sandölum um bæinn. Hann snæddi spítt og líka hass og LSD-i stakk í rass, já, það…

Gæfa eða gjörvileiki

Gæfa eða gjörvileiki (Lag / texti: Valgeir Guðjónsson / Sigurður Bjóla) Ég er ólofuð kona á óléttukjól, það gerðist sísona rétt eftir jól. Ef bara ég væri persóna í Gæfa‘eða gjörvileiki. Þá dveldi ég löngum í Flórens og Róm, rápaði í búðir á ítölskum skóm. það væri ekki ónýtt að eiga‘ ykkur að, Gæfa‘ eða…

N – 9

N – 9 (Lag / texti: Valgeir Guðjónsson og Sigurður Bjóla) Í norðan níu lengst út á sjó norpaði og ýsurnar dró sjóveikur háseti í fyrsta túrnum. Hann hafði heyrt að sjómannsins líf snerist mest um áfengi‘ og víf ship-o-hoj – í sölutúr til Bremerhaven og hýruvagn til Hamborgar. Sjómennirnir hafa það gott, sjómennirnir hafa…

Reykjavík [2]

Reykjavík (Lag / texti: Valgeir Guðjónsson og Sigurður Bjóla) Fornar súlur flutu‘ á land í denn tíð, þrælahyskið þefaði upp brakið. Í Reykjavík og rúmum þúsund árum síðar fluttum við úr Múlakampnum upp í Hlíðar. Það var malbikað og borgin stækkaði, kaupið stóð í stað og leigan hækkaði og hækkaði. Nú er hann úr sér…

Ísland

Ísland (Lag / texti: Valgeir Guðjónsson og Sigurður Bjóla) Ísland – sumar og sól, slides-mynd af Lómagnúpi og ömmu á Kanarí kjól, hestar að gera hitt. Þú og ég, við erum fimmmenningar, víkingar, aríar, Íslendingar. Fjallkonan hún tyllir sér á stein, fær sér smók og hvílir lúin bein – alein. Ísland – landvættirnir lifa á…

Páfagaukur

Páfagaukur (Lag / texti: Valgeir Guðjónsson og Sigurður Bjóla) Einn háborinn herra af himninum datt rétt eins og regn. Í pottþéttum fötum af pabba með hatt og páfagauk í bandi. Ég sá hann í blaðinu‘ í gær, las langhund um hvað hann er flinkur og fær. Svo heldur hann tölu um íslenska bjór og íslenskan…

Aksjón maður

Aksjón maður Lag / texti: Valgeir Guðjónsson og Sigurður Bjóla) Veistu hver ég er? Svírasver og svakalega flinkur, búinn í hvað sem er, þú stendur klár á því. Ég fer daglega í sund og heilla sprund, sleipur eins og minkur Í blíðu og stríðu er ég sannur aksjón maður, ég er til í allt laun…

Grund

Grund (Lag / texti: Valgeir Guðjónsson og Sigurður Bjóla) Ég er gömul og lúin, geymd inni‘ á Grund. Það er kippkorn í garðinn. Maí, júní – pass. Þar sefur Sigurður Breiðfjörð með skott undir kinn, já það er búið að mæla út reitinn minn. Tíminn bíður þótt hjartað það kunni‘ að slá, hér á enginn…

Græna byltingin

Græna byltingin (Lag / texti: Valgeir Guðjónsson og Sigurður Bjóla) Slæmar eru horfurnar, bráðum verða torfurnar allar undir grænni torfu. Slæmar eru horfurnar, bráðum verða torfurnar allar undir grænni torfu. Við setjum nú upp húfurnar því hún er farin út um þúfurnar, græna – græna byltingin, græna – græna byltingin. En það er bjargræðisleið, bæði…

Arinbjarnarson

Arinbjarnarson (Lag / texti: Spilverk þjóðanna) Hví er ég Arinbjarnarson en hvorki Kúld né Schiöth sem búa‘ á númer þrettán í sömu götu‘ og ég, í sama húsi‘ og ég. Á sömu hæð býr afi Arinbjörn og amma Fía, sparsöm kona ofan‘úr Hreppum sem lifir dauðann af í dönskum bókaskáp. Mamma vildi annan mann og…

Sirkus Geira Smart

Sirkus Geira Smart (Lag / texti: Spilverk þjóðanna) Þeir ráku féð í réttirnar í fyrsta‘ og annan flokk, kílóið af súpukjöti hækkaði í dag og verðið sem var leyft í gær er okkar verð að morgni, nýjar vörur daglega. Þér finnst þú þurfa jakka og tvenna Sigtúnsskó, nýju fötin keisarans frá Karnabæ og co. Fötin…

Njáll og Bergþóra

Njáll og Bergþóra (Lag / texti: Valgeir Guðjónsson og Sigurður Bjóla) Úti‘ í Norræna bíður Bergþóra eftir eiginmanni sínum og hundi þeir koma flaumósa, fá sér tebolla, sjænaðir úr gufu og sundi. Svo fara þau á samnorræna, góna og mæna – intresant. Sýna sig og skoða aðra, masa og þvaðra, þau eru róttækt menningarsnobb með…

Hæ hó

Hæ hó (Lag / texti: Spilverk þjóðanna) Hæ hó dillidó ég á seðla meira‘ en nóg, krakka tvist og bast, bát og bungaló og ég á þig fyrir vin. Hæ hó dillidó ég er meðlimur í Goodfellow, ríkisrekið skáld í frístundum hóó og ég á þig fyrir vin, þig fyrir vin. Ég borga skattinn og…

Eftir predikun

Eftir predikun (Lag / texti: Spilverk þjóðanna) Sturla er loksins fermdur dýrum varningi, kalda borðið stendur, lokið barningi pabba og mömmu, afa og ömmusystranna sem lánuðu þeim fínu blúndudúkana úr Húsmæðra. Vasatölva‘ og prímus, sjálftrekkt Omega, ritsafn Einars Kvaran, upplýst jarðkúla. Heillaskeytin streyma heillakallsins til. Elsku Sturla, sértu velkominn í tölu kristinna [af plötunni Spilverk…

Bob Hope

Bob Hope (Lag / texti: Spilverk þjóðanna) Það gerðist einu sinni eitt lítið ævintýr, þeir komu þúsund saman með gull og gaddavír. Þeir kysstu oss á vangann og fólkið skellihló, það sprangaði um bæinn með nesti og nýja skó. Margir gengu úr rúmi fyrir gest að gömlum sið en hverjir eru gestirnir, já hverjir erum…

Gul og rauð og blá

Gul og rauð og blá (Lag / texti: Spilverk þjóðanna) Í lífsins garði vaxa blóm gul og rauð og blá. Eitt er lítið, annað stórt. Einum leyfist, annað ekki má. Þau eiga öll sín leyndarmál sem enginn vita má. Ein er rós af herrans náð, önnur bara vesöl Baldursbrá. Þau dreymir sumarlangt um meira sólskin,…

Nei sko

Nei sko (Lag / texti: Spilverk þjóðanna) Ein sit ég við varpið, skoðandi í lit þulina á gráum jökkum. Nei sko, nei sko, nei sko. Þeir eru‘ alltaf að auglýsa rafhlöður og te og svör við öllum lífsins gátum. Nei sko, nei sko, nei sko. Nei sko, nei sko, hvað svo? Jú alltaf á fimmtudögum…

Söngur dýranna í Straumsvík

Söngur dýranna í Straumsvík (Lag / texti: Spilverk þjóðanna) Í stórum stórum steini er skrýtinn álfabær, þar býr hann Álver bóndi og Alvör álfamær, álfabörn með álfatær, huldukýr, hulduær. Ísland elskar álver og Alvör elskar það, þau kyrja fyrir landann, gleyma stund og stað, „Ó guð vors lands“ við útlent lag. „Ó lands vors guð“…

Skýin

Skýin (Lag / texti: Spilverk þjóðanna) Við skýin felum ekki sólina‘ af illgirni, við skýin erum bara‘ að kíkja‘ á leiki mannanna. Við skýin sjáum ykkur hlaupa í rokinu, klædd gulum, rauðum, grænum, bláum regnkápum eins og regnbogi meistarans, regnbogi meistarans, við skýin erum bara grá – bara grá. Á morgun kemur sólin, hvað verður…

Skandinavíu blues

Skandinavíu blues (Kom hjem til mig) (Lag / texti: Spilverk þjóðanna) Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude. Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude. Nu er klokken ni, du må komme hjem til mig. Kom hjem til mig, vær ikke så længe ude. Kom hjem til mig, vær ikke så…

Húsin mjakast upp

Húsin mjakast upp (Lag / texti: Spilverk þjóðanna) Þótt vori‘ á hverjum hól, spretti grös, heims um ból. Nótt sem nýtan dag, eintómt strit, dægurþras. Líf mitt er greypt í malbik og steypt, í bensín á bílinn eytt. Hann vinnur öll kvöld, fyrir hádegi ég, of þreytt til að sofa hjá. Sóló Líf mitt er…

Ferðabar

Ferðabar (Lag / texti: Spilverk þjóðanna) Ég hangi heima og læt mig dreyma um ferðabar, drossíu og far með Smyrli. Um hús á hjólum í Vatnsdalshólum, væna jörð en samt er það nú svo að þó ég þjarki‘ og þræli ég ekkert fæ og þó ég púli‘ og pæli, einn ég ræ. Í Barcelona, Sjöfn…

Gömul kona í bakhúsinu

Gömul kona í bakhúsinu (Lag / texti: Spilverk þjóðanna) Grasið gleymir þeim sem sáðu vori um bæinn og héldu af stað. Regnið telur sporin sem grasið í moldu felur og man ekki meir. Í áranna straumi þar þvoðum við æskuna burt og héldum vestur því það er einmitt þar sem sólin sest. [af plötunni Spilverk…

Skáldið

Skáldið (Lag / texti: Spilverk þjóðanna) Ég byggi hús, legg orð við orð, skýri það fullkomnað. Ég vel því stað á krítarblað með kærri þökk. Steinn Elliði. P.s. þið eigið það. [af plötunni Spilverk þjóðanna – Götuskór]

Í skóm af Wennerbóm

Í skóm af Wennerbóm (Lag / texti: Spilverk þjóðanna) Ég geng í skóm af Wennerbóm og teyga lífsins tár. Því þetta líf er bernskubrek, ein kreppt og kalin hönd við Ingólfs apótek. Og þó hið eilífa haust sé rokkið og reimt, við bíðum fyrir því við meistarans dyr. Að dagi á ný, blindum augum fögnum…

Verkarinn

Verkarinn (Lag / texti: Spilverk þjóðanna) Ég legg af stað í bítið, úr býtum lítið ber. Mér finnst það fjandi skrýtið og hugsa oft með mér. Ja bráðum verður bylting og ýmsu verður breytt en ég fresta alltaf hlutunum til morguns og geri ekki neitt. Ef við saman stöndum þá getum hvað sem er, í…

Fyrstur á fætur

Fyrstur á fætur (Lag / texti: Spilverk þjóðanna) Ég er fyrstur á fætur þá turnklukkan slær og vappa til fólksins með daginn í gær. Ég ræði‘ oft við mánann um bæjarins frúr. Hann guðar á gluggann og klæðir þær úr. Maddama frú með franskan svip, fjaðrahatt og varalit. Sálin sokkin í sukk og svínarí. Og…

Dögun í laufinu

Dögun í laufinu (Lag / texti: Spilverk þjóðanna) Dögun í laufinu sem brann í gær. Handfylli af ösku, perlum og gimsteinum. Ilmur úr grasi, reykur á sjónum. Berfættur blærinn blundar í sefi sem grætur. [af plötunni Spilverk þjóðanna – Götuskór]

Lag, ljóð

Lag, ljóð (Lag / texti: Spilverk þjóðanna) Lag, ljóð, skáldamál. Salt, spor, sjávarmál. Land, líf, mannamál. Leikur sér að legg og skel á vörum mér. Eitt orð, tungumál. Tvö orð, þrætumál. Þrjú orð, leyndarmál. Leika sér að þér og mér, hvað viljum við? Hvað skiljum við? Og þögnin kom að máli við mig þreyttan mann.…

Sannaðu til

Sannaðu til (Lag / texti: Spilverk þjóðanna) Þú átt allan heiminn og ég á heiminn með þér. Snúum bökum saman. Hefurðu reynt hve góður hann er? Ég er einn af mörgum og þú ert einn af þeim sem trúa á undur lífsins. Hefurðu séð hve fagurt það er? Fyrstu skrefin ég heilsa þér, heimsins von…

Sturla

Sturla Lag / texti: Spilverk þjóðanna) Þú ert menntaður vel og styrktur en samt áttu ólokið prófi. Þó þú haldir á rauðum fána er skuld þín jafn stór samt sem áður við þá sem með hnýttum höndum greiddu þér menntaveginn. Þú grefur þeim gröf sem gefa og læðist út í heim. Þú skilur, þú skilur,…

Veðurglöggur

Veðurglöggur (Lag / texti: Spilverk þjóðanna) Svífur yfir sænum að þrotum komið ský, snýtir sér í bænum. Kappklædd kona tekur eftir því hvað Jóni Sigurðssyni hljóti að vera kalt frakkalausum, vini lands og þjóðar húrrað sautjánfalt. Veðurglöggur rýnir, rekur görn, ranglar út í sortann. Biður lágt til guðanna um loftmyndir, norðurljós og hæga vestanátt. Það…

Við sendum heim (cif)

Við sendum heim (cif) (Lag / texti: Spilverk þjóðanna) Mín sála er föl fyrir sanngjarnt verð. Þú hringir, ég sendi heim. Hún er veidd fyrir vestan, lið fram af lið. Hann Hallgrímur afi er einn. Sumir standa sneyptir, skoða úrvalið. Grænum augum skotra utanveltu við. Ó guð hvað lyktin er góð en pyngjan er tóm.…

Landsímalína

Landsímalína (Lag / texti: Sigurður Bjóla og Valgeir Guðjónsson) Það voru hjón á Vestfjörðum sem hétu Þorvaldur og Lína, áttu fyrir skuldunum og allt var í þessu fína. Valdi hann var skafari, Lína vann í pökkuninni, svo fengu bæði nóg af því, vildu‘ í burtu af mölinni. Ekki samt í sveitina, nei þau vildu beint…

Að hjálpast að

Að hjálpast að (Lag / texti: Spilverk þjóðanna) Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir. Heilagt stendur skrifað á blað. Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir, ein lítil býfluga afsannar það. Guð hjálpar þeim sem hjálpast að. Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir. Heilagt stendur skrifað á blað. Guð hjálpar þeim sem hjálpa…

Hvað á barnið að heita?

Hvað á barnið að heita? (Lag / texti: Spilverk þjóðanna) Vorið það læðist á laufgrænum skóm um heiminn á döggvotum skóm. Andar lífi, kveður þér ljóð sem skáldið forðum við lækjarins slóð. Veröldin vaknar, það fæddist í nótt boðberi lífsins í nótt. Krýndur til konungs af bæjarins frúm, krónu mánans, blaðberans rún.   [af plötunni…

Blóð af blóði

Blóð af blóði (Lag / texti: Spilverk þjóðanna) Blóð af blóði vot og hlý, veröld mín, ég lifi á ný. Brotabrot af heimsins sál, stjörnuhrap, nýtt tungumál. Gleðitár hins veglausa manns um ókomin ár. Hold af blóði morgunsól, blóð af holdi, tímans hjól. Jesús kristur kóngur klár á hverjum morgni í þúsund ár, dreypir hann…

Hún og verkarinn

Hún og verkarinn (Lag / texti: Spilverk þjóðanna) Hann elskar mig og ég er hans og lífið elskar oss. Við búum saman undir súð og berum sama kross. Ég er lygna í litlum læk og hann er feiminn foss, við syngjum saman hann og ég því lífið elskar oss. Lítið lag við ljóðaljóð sem skáldir…

Í klíkunni

Í klíkunni (Lag / texti: Spilverk þjóðanna) Prinsinn Póló lokkar mann inn á gildaskálann, bás númer fimm, þar hangir klíkan daginn út og inn. Vagninn Kaiser keisarans er á átta götum, ekur hann sér, hlær og segir: Sama er mér því ég er kavalier og rúntinn fer með elegans. Uppi‘ í holti ein í leyni…

Orðin tóm

Orðin tóm (Lag / texti: Spilverk þjóðanna) Ég bíð hér enn bakatil, borin von, tapað spil. Engin grið, nakin neyð, ekkert líf, engin leið. Skrýtið, undarlegt að bera á herðum sér drottinn, heilan her því hann sagði mér „því byrði, hún er mín“. En ég bíð ei meir, á nóg með mig, læt karlinn um…

Styttur bæjarins

Styttur bæjarins (Lag / texti: Spilverk þjóðanna) Einn, tveir úr Vogunum fóru í götuskó, gengu þeir í honum víðs vegar en hins vegar voru þeir á höttunum eftir skósmiðnum. Þeir gengu Miklubraut og hittu Einar Ben, skáldið er alltaf í frakkanum aðhnepptum – hnésíðum. Einar er ein af styttum bæjarins sem enginn nennir að horfa…

Skelþunnur

Skelþunnur (Lag / texti: Sigurður Bjóla og Valgeir Guðjónsson) Skelþunnur í skýlinu við Hlemm á báðum áttum reykjandi ell emm, situr unglingurinn í skóginum með fyllingar í tönnunum á leiðinni heim úr sollinum. Ja hvað skal gera í henni Reykjavík, ein fimmtán vetra unglingstík sem hefur hvorki áhuga á íþróttum né nýjustu tækni og vísindum…