Blóð af blóði

Blóð af blóði
(Lag / texti: Spilverk þjóðanna)

Blóð af blóði vot og hlý,
veröld mín, ég lifi á ný.
Brotabrot af heimsins sál,
stjörnuhrap, nýtt tungumál.
Gleðitár hins veglausa manns
um ókomin ár.

Hold af blóði morgunsól,
blóð af holdi, tímans hjól.
Jesús kristur kóngur klár
á hverjum morgni í þúsund ár,
dreypir hann á lífsins skál,
hin óplægða jörð er allt sem hann á.

[af plötunni Spilverk þjóðanna – Götuskór]