Hún og verkarinn

Hún og verkarinn
(Lag / texti: Spilverk þjóðanna)

Hann elskar mig og ég er hans
og lífið elskar oss.
Við búum saman undir súð
og berum sama kross.

Ég er lygna í litlum læk
og hann er feiminn foss,
við syngjum saman hann og ég
því lífið elskar oss.

Lítið lag við ljóðaljóð
sem skáldir bergir á,
hvítur már af unnarslóð,
hann segir öllum frá.

[af plötunni Spilverk þjóðanna – Götuskór]