Páfagaukur

Páfagaukur
(Lag / texti: Valgeir Guðjónsson og Sigurður Bjóla)

Einn háborinn herra
af himninum datt
rétt eins og regn.

Í pottþéttum fötum
af pabba með hatt
og páfagauk í bandi.

Ég sá hann í blaðinu‘ í gær,
las langhund um hvað hann er
flinkur og fær.

Svo heldur hann tölu
um íslenska bjór
og íslenskan rétt.

Í örstuttu máli
hans hugsjón er stór
en þæg og létt

Ég sá hann í blaðinu í gær,
las langhund hvað hann er
flinkur og fær.

Og þjóðin rís upp við dogg.
Já, þetta er gáfaður maður að sjá
með passlega stóra vömb,
nefið lítið og nett
og rassinn að eilífu sestur.

Sextíu manns sátu sveittir í dag
og reyndu að koma druslunni í lag,
þeir reyna og reyna og reyna og reyna,
skipti á minni bíl koma til greina.

Lalala lalla lalalala…

[af plötunni Spilverk þjóðanna – Ísland]