Ísland

Ísland
(Lag / texti: Valgeir Guðjónsson og Sigurður Bjóla)

Ísland – sumar og sól,
slides-mynd af Lómagnúpi
og ömmu á Kanarí kjól,
hestar að gera hitt.

Þú og ég, við erum fimmmenningar,
víkingar, aríar, Íslendingar.
Fjallkonan hún tyllir sér á stein,
fær sér smók og hvílir lúin bein – alein.

Ísland – landvættirnir
lifa á kokteilsósu,
þybbnir við Seljalandsfoss
klyfjaðir fornri frægð.

Þú og ég, við erum fjórmenningar,
víkingar, aríar, Íslendingar.
Fjallkonan hún tyllir sér á stein,
fær sér smók og hvílir lúin bein – alein.

Búalið á Tjörnesi, lyklabörn í Breiðholti,
kennarar á Norðfirði og gömul kona‘ á Höfn,
húsmæður og prentarar, prestar, sjómenn, fulltrúar,
öll erum við Frónarar.

Ísland – feðranna fold
þú víðfeðma basaltbunga,
hvar er þín fornaldar frægð,
hvers virði er okið nú?

Þú og ég við erum þremenningar,
víkingar, aríar, Íslendingar.
Fjallkonan hún tyllir sér á stein,
fær sér smók og hvílir lúin bein – ekki alveg ein.

Þeir kom frá Kentucky, Kaliforníu og Maine,
það má líta dreng frá Delaware í Andrews theater.
Já þeir kom frá Kentucky, Kaliforníu og Maine,
það má líta dreng frá Delaware í Andrews theater.

 [af plötunni Spilverk þjóðanna – Ísland]