Jafnréttisbaráttan

Jafnréttisbaráttan
(Lag og texti: Sumarliði Helgason)

Segðu mér guð minn, ég hugsa um það
er það rétt sem ég heyri nú um konurnar?
Vinnu þær óski jafnt nótt sem og dag,
þær haldi þær komi þá skapinu í lag.

Og keppast við karlinn um stöður og störf,
skyldi hún verða framkvæmdastjóri svo hörð?
Já segðu mér guð minn hvað verður um mig,
skyldi ég fá að starfa við konunnar hlið?

viðlag
Hún fær ráðherrastólinn.
Hann fær pakka um jólin.
Hún fær desemberuppbót og orlof í maí.
Hann er heppinn ef hann fær að sofa
með Snata út í hundakofa.

Já segðu mér guð, hvernig verður það þá
ef fullnaðarsigri þær munu svo ná?
Karlinn mun minna þá meira á hund
og verður heppinn ef hann fær að skreppa í sund.

Og konan mun ráða með lögum og láð
og karlinn mun hafður að spotti og háð.
Einskis nýtur hann verður nema hafi hann ris
svo hægt sé að nota til undaneldis.

viðlag

Já guð minn þær hljóta að vita það vel
að við kunnum bara alls ekki‘ á uppþvottavél,
því ekki nota þá meðfæddu gjöf
sem þær fengu í arf og taka með sér í gröf.

Því karlmaðurinn er svo gæddur úr skel
að hann vill fá að vinna sig alveg í hel
meðan frúin er heima að hugsa‘ um sitt lið
fær karlfíflið frið til að halda‘ út á mið.

viðlag

Já guð minn ég man er hann afi minn vann
allan liðlangan daginn við búið sem brann.
Amma hún hélt okkur börnunum vel
við lærdóm og viskuna hennar ég el.

En nú er sú tíð orðin önnur í dag,
aðrir tímar þeir hafa nú runnið í hlað
og afi á gamalli fölnaðri mynd
í ramma sem nú hefur misst gljáann sinn.

viðlag

[af plötunni Hvanndalsbræður – Knúsumstumstund]