Kallinn í bænum

Kallinn í bænum
(Lag og texti: Rögnvaldur Rögnvaldsson)

Nú sögð verður saga um afleitan mann,
engin í heiminum elskaði hann.
Hann var oft fullur og lét illa þá
og þorpsbúann pirraði ekkert smá.

Rekinn úr vinnu oft hann var,
hann kom sér ætíð illa þar.
Var fullur og lyktaði eins og svín
og hafði oft í nesti brennivín.

Dúrrrrjjjaaaa…

Svo hætti‘ hann að vinna og í bænum hékk
fullur á virkum trekk í trekk.
Truflandi gesti og gangandi
og oft af brennivíni angandi.

Löggan oft var kölluð til,
í hverri viku hér um bil
en ekki hann breytti um drykkjustíl
og göngulagið minnti oft á fíl.

Dúrrrrjjjaaaa…

[af plötunni Hvanndalsbræður – Knúsumstumstund]