Ligg og græt

Ligg og græt
(Lag og texti: Rögnvaldur Rögnvaldsson)

Ég hitti‘ hana á djamminu og hún var djöfull þreytt,
greyið var þó sannarlega skárri‘ en ekki neitt.
Ég kom henni á lappirnar og dró hana af stað,
hún var búin‘ að pissa‘ á sig en það varð bara‘ að hafa það.

Ég dröslaði henni heim til mín þó hún væri næstum tonn,
hún sagði mér á leiðinni að hún drykki tvenntí vonn.
Í forstofunni bauð ég henni upp á Winston læt
en í stofunni var það dassi af smjörsýru í spræt.

Ligg og græt, ligg og græt.
Ligg og græt, ligg og græt.
Ligg og græt, ligg og græt.
Ligg ég alla daga – og græt.

Ég rúllaði‘ henni upp í rúmið einbeittur á svip,
hún minnti mig allavega rosalega‘ á skemmtiferðaskip.
Þessi risa stóru brjóst og ofur vaxni rass,
ég var ekki viss um að rúmið mitt þyldi þetta hlass.

Um morguninn þegar hún vaknaði hraðaði‘ hún sér heim,
hana virtist ekki einu sinni ráma‘ í þetta geym
Síðan hef ei séð hana og sakna hennar sárt,
ég mundi vilja giftast henni það er alveg klárt.

Ligg og græt, ligg og græt.
Ligg og græt, ligg og græt.
Ligg og græt, ligg og græt.
Ligg ég alla daga – og græt.
X2

[af plötunni Hvanndalsbræður – Knúsumstumstund]