Út við himinbláu sundin

Út við himinbláu sundin
(Lag / texti: erlent lag / Bjarni Guðmundsson)

Út við himinbláu, bláu, bláu, bláu, bláu sundin,
þú bauðst mér út að ganga, það var fyrsta sælustundin,
við gengum saman, saman, saman, saman laus frá harmi,
arm í armi, barm á barmi.
Þær urðu fleiri, fleiri, fleiri, fleiri þessar ferðir,
það fór að lokum svo ég vissi ekki hvað þú gerðir,
og áður en varði var ég orðin heitum bundin,
út við himinbláu, bláu, bláu, bláu, bláu sundin.

Æ, æ og ó,
sælt er að sjást og kyssa
en sárt að þjást og missa,
æ, æ og ó.

Út við himinbláu, bláu, bláu, bláu, bláu sundin,
hin björtu kvöld við áttum saman margan sæluríkan fundinn,
og ljúft var þá að halla, halla, halla, halla höfði sínu
að hjarta þínu eða mínu.
Það var alltaf meira, meira, meira, meira, meira gaman
að mega njóta æskunnar og fá að vera saman,
og aldrei mun ég gleyma því, hve unaðsrík var stundin,
út við himinbláu, bláu, bláu, bláu, bláu sundin.

Æ, æ og ó,
sælt er að sjást og kyssa
en sárt að þjást og missa,
æ, æ og ó.

Út við himinbláu, bláu, bláu, bláu, bláu sundin,
þar bíð ég alla daga þess að komir þú á fundinn.
Ég er alltaf að reyna, reyna, reyna, reyna, reyna að vona,
það er nú svona að vera kona.
Þó aldrei framar fái, fái, fái ég að sjá hann.
Ég finn að það er enginn, enginn nema ég sem á hann,
og aldrei mun ég gleyma því hvað unaðsrík var stundin,
út við himinbláu, bláu, bláu, bláu, bláu sundin.

Æ, æ og ó,
sælt er að sjást og kyssa
en sárt að þjást og missa,
æ, æ og ó.

[m.a. á plötunni Sextett Ólafs Gauks, Svanhildur og Rúnar – [ep]]