Gildran (1985-2013)

Rokkhljómsveitin Gildran starfaði í áratugi í Mosfellsbænum / Mosfellssveitinni og var lengi órjúfanlegur hluti af  menningarlífi bæjarins. Sveitin sendi frá sér fjölda platna, náði um tíma allnokkrum vinsældum en þó aldrei nægum til að teljast meðal allra stærstu böndum landsins, þrautseigja er hugtak sem nokkrir blaðamenn notuðu um sveitina en mörgum þótti með ólíkindum hversu…

Gildran – Efni á plötum

The Trap – Good balance / Put up a front [ep] Útgefandi: Prism records [óútgefið] Útgáfunúmer: [óútgefið] Ár: [óútgefið] 1. Good balance 2. Put up a front Flytjendur: Karl Tómasson – trommur [?] Birgir Haraldsson – söngur og gítar [?] Þórhallur Árnason – bassi [?] [engar upplýsingar um aðra flytjendur] Gildran – Huldumenn Útgefandi: Groddi…

Gleðigjafar [1] (1991-2003)

André Bachmann starfrækti um árabil hljómsveit sem bar nafnið Gleðigjafar (einnig oft kölluð Gleðigjafarnir), sveitin hafði m.a. þá föstu punkta í starfsemi sinni að leika á dansleikjum fyrir fatlaða annars vegar og börn á Barnaspítala Hringsins hins vegar. Upphaf sveitarinnar má líklega rekja allt til haustsins 1991 en þá mun hún hafa komið fyrst fram,…

Gissur Björn Eiríksson (1956-2008)

Gissur Björn Eiríksson (fæddur í Reykjavík 1956) er einn þeirra einyrkja í tónlist sem sent hafa frá sér plötur sem kenndar eru við svokallað „hamfarapopp“. Gissur Björn hafði starfað við ýmis verkamannastörf á landi og á sjó en hann hafði átt við geðræn veikindi að stríða og var búsettur í íbúð við Hátún þegar hann…

Gildrumezz (1998-2003)

Hljómsveitin Gildrumezz starfaði í Mosfellsbænum um nokkurra ára skeið en hún sérhæfði sig í tónlist bandarísku rokksveitarinnar Creedence Clearwater Revival. Nafn sveitarinnar kom til af því að meðlimir hennar komu annars vegar úr Gildrunni og hins vegar Mezzoforte en þeir voru Karl Tómarsson trommuleikari, Birgir Haraldsson söngvari, Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari og Jóhann Ásmundsson bassaleikari. Aðalvígi…

Gleðibandið (1992)

Hljómsveitin Gleðibandið auglýsti grimmt í smáauglýsingum DV haustið 1992 en engar aðrar heimildir er að finna um þessa sveit, þ.e. hverjir skipuðu hana auk hljóðfæraskipan o.fl. Því er hér með óskað eftir þeim upplýsingum.

Glasnost (1992)

Glasnost var hljómsveit líklega starfandi í Hafnarfirði og hér er giskað á að hún hafi verið í rokkaðri kantinum. Sveitin spilaði á styrktartónleikum á vegum Leikfélags Hafnarfjarðar vorið 1992, engar upplýsingar er að finna um meðlimi hennar eða hljóðfæraskipan og er óskað eftir þeim hér með.

Glasabörnin (2000)

Glasabörnin var skammlíft verkefni, sett hugsanlega saman fyrir eitt gigg í byrjun árs 2000, og var hljómsveit sem innihélt meðlimi úr sunnlenskum sveitaballagrúbbum eins og Skítamóral, Riff Reffhedd og 8-villt. Engar upplýsingar er þó að finna hverjir meðlimir hennar voru og er því auglýst eftir þeim hér.

Glamúr (1997)

Tríóið Glamúr var skammlíf pöbbasveit af því er virðist en hún starfaði vorið 1997. Meðlimir Glamúrs voru þeir Birgir Jóhann Birgisson hljómborðsleikari [?], Hafsteinn Hafsteinsson söngvari og gítarleikari [?] og Rúnar Þór Guðmundsson trommuleikari [?]. Glamúr virðist hafa verið sama sveit og gekk nokkru áður undir nafninu Ýktir.

Glampar [4] (2005)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit (hugsanlega unglingasveit) úr Hafnarfirði en hún mun hafa verið starfandi sumarið 2005. Upplýsingar um meðlimi, hljóðfæraskipan, starfstíma og annað áhugavert má senda Glatkistunni með fyrirfram þökk.

Gissur Björn Eiríksson – Efni á plötum

Gissur Björn Eiríksson – The Beginning Útgefandi: Gissur Björn Eiríksson Útgáfunúmer: Gissur 001 Ár: 2001 1. Beginning 2. Test of music 3. Test of sound 4. The pyramids of Egypt 5. The 3 days of Jesus Christ and people 6. The working people of Karl Marx 1819 7. Learning and living 8. The earth is…

Gildrumezz – Efni á plötum

Gildrumezz – Rock´ roll Creedence Clearwater Revival Útgefandi: Gildrumezz Útgáfunúmer: PARCD1004 Ár: 1999 1. Rock and roll girls 2. Lodi 3. Green river 4. Bad moon rising 5. Have you ever seen the rain 6. Centerfield 7. Born on the bayou 8. Wrote a song for everyone 9. Proud Mary 10. Run through the jungle…

Gleðibankinn (1998)

Rafdúettinn Gleðibankinn keppti vorið 1998 í Músíktilraunum Tónabæjar en varð lítt ágengt þar, komst ekki áfram í úrslit. Meðlimir Gleðibankans voru þeir Jakob R. Jakobsson og Halldór H. Jónsson tölvu- og hljómborðsmenn.

Afmælisbörn 11. mars 2020

Þrjú afmælisbörn í tónlistargeiranum eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni Rósa Guðmundsdóttir er fjörutíu og eins árs gömul í dag. Hún kemur upphaflega frá Vestmannaeyjum og er af tónlistarfólki komin en þar lærði hún á píanó, fiðlu og flautu. Hún starfaði m.a. með danshljómsveitinni Dancin‘ mania í Eyjum áður en hún kom upp á…