Gísli Helgason (1952-)
Tónlistarmaðurinn Gísli Helgason er flestum kunnur af blokkflautuleik sínum og er iðulega hóað til hans þegar hljóðrita þarf flautuleik af einhverju tagi fyrir plötuútgáfu eða þegar vantar blokkflautuleikara fyrir tónleikahald. Gísli er einnig tónskáld og liggja nokkrar útgefnar plötur eftir hann, þá hefur hann starfað í fjölmörgum hljómsveitum, verið öflugur útsetjari, upptökumaður og -stjóri og…