Gísli Helgason (1952-)

Tónlistarmaðurinn Gísli Helgason er flestum kunnur af blokkflautuleik sínum og er iðulega hóað til hans þegar hljóðrita þarf flautuleik af einhverju tagi fyrir plötuútgáfu eða þegar vantar blokkflautuleikara fyrir tónleikahald. Gísli er einnig tónskáld og liggja nokkrar útgefnar plötur eftir hann, þá hefur hann starfað í fjölmörgum hljómsveitum, verið öflugur útsetjari, upptökumaður og -stjóri og…

Gísli Helgason – Efni á plötum

Gísli og Arnþór Helgasynir – Í bróðerni Útgefandi: Mifa Útgáfunúmer: Mifa 009 Ár: 1981 1. Ástarvísa 2. Heim 3. Í minningu látins leiðtoga 4. Haustmót 5. Draumur um von, sem ef til vill rætist 6. Eftirvænting 7. Vestmannaeyjar 8. Fréttaauki 9. Vinátta (Florence) 10. Vesturvíkurtónlistarhátíðartaugaveiklunarstreitulag 11. Kvöldsigling 12. Ástarjátning Flytjendur: Ólafur Þórarinsson – söngur Gísli…

Gitte Pyskov – Efni á plötum

Gitte Pyskov – Circus Renz Gallop / Sverðdansinn [78 sn.] Útgefandi: Músikbúðin Tónika Útgáfunúmer; Tónika K 500 Ár: 1954 1. Circus Renz Gallop 2. Sverðdansinn Flytjendur: Gitte Pyskov – sýlófónn Fritz Weisshappel – píanó Jón Sigurðsson – bassi

Gitte Pyskov (1944-2006)

Litlar upplýsingar er að finna um danska sýlófónleikarann og undrabarnið Gitte Pyskov (fædd Birgitte Pyskow) sem kom til Íslands haustið 1953 og skemmti hér við miklar vinsældir á kabarettsýningum sem Sjómannadagsráð stóð fyrir, auk annarra skemmtana við undirleik KK sextetts og Hljómsveitar Carls Billich. Gitte var fædd 1944 en eitthvað var aldur hennar á reiki…

Gísli H. Brynjólfsson – Efni á plötum

Gísli H. Brynjólfsson – Gísli H. Brynjólfsson Útgefandi: Ólafur Th. Ólafsson Útgáfunúmer: oligyda cd1 Ár: 2009 1. Vals úr Breiðfirðingabúð 2. In einer kleinen Konditorei 3. Lust‘ge leut 4. Kiss me tonight 5. Sgt. Major 6. The world is waiting for the sunrise 7. Ungdomsminnen 8. Blauer Himmel 9. Frönsk valsasyrpa 10. Nevertheless 11. Maria,…

Gísli H. Brynjólfsson (1929-2017)

Harmonikkuleikarinn Gísli H. Brynjólfsson starfaði með nokkrum hljómsveitum í Vestmannaeyjum um miðja tuttugustu öldina en sendi frá sér plötu með harmonikkutónlist úr ýmsum áttum kominn á efri ár. Gísli Hjálmar Brynjólfsson fæddist á Eskifirði 1929 en fluttist fjögurra ára gamall með fjölskyldu sinni til Vestmannaeyja og kenndi sig síðan við Eyjarnar. Hann var málarameistari að…

Gleðigjafar [2] (1996-)

Kór eldri borgara hefur starfað á Höfn í Hornafirði frá árinu 1996 að minnsta kosti undir nafninu Gleðigjafar. Litlar upplýsingar finnast um þennan kór en Guðlaug Hestnes hefur verið stjórnandi hans nánast frá stofnun af því er virðist. Kórinn hefur haft nokkra fasta tónleikapunkta í starfsemi sinni og hefur sent frá sér eitt lag á…

Gleðigjafar [4] (2004-09)

Óskað er eftir upplýsingum um Gleðigjafa, hljómsveit sem starfaði innan sunnudagaskóla Hafnarfjarðarkirkju og mun hafa verið skipuð leiðtogum skólans. Fyrir liggur að sveitin starfaði að minnsta kosti á árunum 2004 til 09 og að Edgar Smári Atlason söng oft með henni, en annað er óljóst um Gleðigjafana, s.s. hverjir skipuðu sveitina, hversu lengi hún starfaði…

Gleðigjafar [3] (1999-)

Gleðigjafar er sönghópur starfandi í Gullsmára, félagsmiðstöð eldri borgara í Kópavogi. Gleðigjafar tóku til starfa að líkindum árið 1999 en Gullsmári opnaði haustið 1997 og því gæti saga sönghópsins teygt sig örlítið í þá áttina. Guðmundur Magnússon var lengi stjórnandi og undirleikari hópsins en líklega hefur það verið í höndum Dóru Georgsdóttur undanfarið. Óskað er…

Globus (?)

Óskað er eftir upplýsingum um raftónlistarmann eða -sveit sem gekk undir nafninu Globus, og sendi frá sér sjö laga plötu einhvern tímann eftir aldamót. Um var að ræða einhvers konar heimabruggs-framleiðslu. Efni á plötum

Gleðitríóið Ásar (1992-93)

Gleðitríóið Ásar frá Akureyri var eins konar undanfari 200.000 naglbíta og reyndar skipuð sömu meðlimum. Sveitin mun hafa verið stofnuð árið 1992 í Glerárskóla á Akureyri og var þá eitthvað fjölmennari en síðar varð, þegar þrír meðlimir hennar voru eftir hlaut sveitin nafnið Gleðitríóið Ásar og voru þeir Vilhelm Anton Jónsson gítarleikari og söngvari, Kári…

Gleðigjafar [5] (2004-)

Kór eldri borgara, Gleðigjafar hefur verið starfandi í Borgarnesi síðan árið 2004. Jón Þ. Björnsson var fyrsti stjórnandi Gleðigjafanna en Zsuzanna Budai hefur þó stjórnað honum lengst. Núverandi stjórnandi kórsins mun vera Jónína Erna Arnardóttir. Meðlimir Gleðigjafa hafa yfirleitt verið um þrjátíu talsins en þeir eru allir á aldrinum sextíu ára og eldri.

Globus – Efni á plötum

Globus – Globus Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: [engar upplýsingar] 1. Bruxelles midi 2. Popcorn 3. Nunnurnar 4. Forsvundet melodi 5. Nunnurnar 2 6. Thor And The Sticks 7. Ísland úr NATO Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur]

Afmælisbörn 18. mars 2020

Eftirfarandi eru fjögur afmælisbörn á lista Glatkistunnar: Selfyssingurinn Einar (Þór) Bárðarson, oft nefndur umboðsmaður Íslands, er fjörutíu og átta ára. Einar hefur komið víða við í tónlistarlegum skilningi en þekktastur er hann þó fyrir umboðsmennsku fyrir Nylon. Hann hefur einnig sinnt umboðsmennsku fyrir ýmsa aðra, samið tónlist (m.a. Ertu þá farin? með Skítamóral og Eurovision…