Gleðitríóið Ásar (1992-93)

Gleðitríóið Ásar frá Akureyri var eins konar undanfari 200.000 naglbíta og reyndar skipuð sömu meðlimum.

Sveitin mun hafa verið stofnuð árið 1992 í Glerárskóla á Akureyri og var þá eitthvað fjölmennari en síðar varð, þegar þrír meðlimir hennar voru eftir hlaut sveitin nafnið Gleðitríóið Ásar og voru þeir Vilhelm Anton Jónsson gítarleikari og söngvari, Kári Jónsson bassaleikari og Axel Árnason trommuleikari meðlimir hennar. Þeir Vilhelm og Kári eru bræður.

Sveitin starfaði í nokkra mánuði en gekk síðar undir nöfnunum Askur Yggdrasill og Alias Bob áður en 200.000 naglbítar komu til sögunnar.