Stælar [3] (1987)

Hljómsveit sem bar nafnið Stælar var starfrækt að Laugum í Reykjadal af ungum tónlistarmönnum sem síðar áttu eftir að feta frægðarbrautina í tónlistinni, þar voru á ferð bræðurnir Vilhelm Anton (Villi naglbítur) og Kári Jónssynir og Snæbjörn Ragnarsson (Bibbi) sem síðar gerðu garðinn frægan í hljómsveitum eins og 200.000 naglbítum og Skálmöld, en ein heimild segir jafnframt að yngri bróðir Snæbjarnar, Baldur Ragnarsson hafi einnig verið í sveitinni – það stenst þó illa því hann var þá aðeins fjögurra ára gamall. Ekki liggur fyrir hvort fleiri skipuðu Stæla en frekari upplýsingar um þessa sveit má gjarnan senda Glatkistunni.