Stælar [4] (1993-96)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem hét Stælar og starfaði á höfuðborgarsvæðinu á árunum 1993 til 96 að minnsta kosti.

Engar upplýsingar er að finna um meðlimi eða hljóðfæraskipan þessarar sveitar en hún lék árlega á fjölskylduhátíð á sumardaginn fyrsta í Árbænum og eitthvað á almennum dansleikjum.

Síðuhaldara grunar að hér sé jafnvel um að ræða sömu sveit og starfaði á árunum 1986-87 undir sama nafni (Stælar [2]) – alltént er hér óskað eftir frekari upplýsingum um þessa hljómsveit.