Stælar [1] (1969-70)

Hljómsveit sem bar nafnið Stælar var starfrækt á Húsavík undir lok sjöunda áratugar síðustu aldar, líklega veturinn 1969-70 og hugsanlega lengur. Takmarkaðar upplýsingar er að finna um þessa sveit en söngvari hennar var Hólmgeir Hákonarson sem var þá rétt innan við tvítugt, gera má ráð fyrir að aðrir meðlimir Stæla hafi verið á svipuðum aldri.

Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa hljómsveit s.s. um aðra meðlimi hennar og hljóðfæraskipan.