Hljómsveit sem bar nafnið Stynni og stígvélin var meðal keppnissveita í tónlistarkeppninni Viðarstauk sem félag nemenda við Menntaskólann á Akureyri hefur staðið fyrir í áratugi og er fastur liður í félagsstarfi skólans. Stynni og stígvélin kepptu tvívegis í Viðarstauk, fyrst árið 1992 og svo aftur ári síðan en sveitin hafnaði þá í þriðja sæti keppninnar.
Upplýsingar um þessa sveit eru af afar skornum skammti og ekki er víst að hún hafi verið starfandi á árs grundvelli heldur gæti hún hafa sett saman eingöngu fyrir þessar uppákomur, fyrir liggur að einn meðlima hennar hét Kristinn [?] og var að öllum líkindum söngvari en óskað er eftir upplýsingum um aðra meðlimi Stynna og stígvélanna.