Stynni og stígvélin (1992-93)

Hljómsveit sem bar nafnið Stynni og stígvélin var meðal keppnissveita í tónlistarkeppninni Viðarstauk sem félag nemenda við Menntaskólann á Akureyri hefur staðið fyrir í áratugi og er fastur liður í félagsstarfi skólans. Stynni og stígvélin kepptu tvívegis í Viðarstauk, fyrst árið 1992 og svo aftur ári síðan en sveitin hafnaði þá í þriðja sæti keppninnar.…

Sigurður Lárusson hefur náð takmarkinu (1984)

Hljómsveit sem bar nafnið Sigurður Lárusson hefur náð takmarkinu var meðal keppenda í tónlistarkeppninni Viðarstauk sem haldin var innan Menntaskólans á Akureyri vorið 1984 og hafði verið þar árviss viðburður í félagslífi skólans. Engin deili finnast á þessari sveit en hún gerði sér lítið fyrir og sigraði Viðarstauk ´84, frekari upplýsingar um liðs- og hljóðfæraskipan…

Finnur í sturtu (1984)

Hljómsveitin Finnur í sturtu var meðal keppenda í hljómsveitakeppni Menntaskólans á Akureyri, Viðarstauk ´84 sem haldin var vorið 1984. Mestar líkur eru á að sveitin hafi verið sett saman sérstaklega fyrir þessa skemmtun en samt sem áður er óskað eftir upplýsingum um meðlima- og hljóðfæraskipan þessarar sveitar.

Viðarstaukur [tónlistarviðburður] (1983-)

Viðarstaukur er nafn á hljómsveitakeppni sem haldin hefur verið innan Menntaskólans á Akureyri um árabil, keppnin er haldin á vegum TÓMA (Tónlistarfélags MA). Viðarstaukur (dregið af Woodstock) var fyrst haldinn árið 1983 og var Logi Már Einarsson (síðar alþingismaður) einn aðal hvatamaðurinn að keppninni, hún hefur síðan þá verið árviss viðburður í félagslífi skólans, keppnin…