Sigurður Lárusson hefur náð takmarkinu (1984)

Hljómsveit sem bar nafnið Sigurður Lárusson hefur náð takmarkinu var meðal keppenda í tónlistarkeppninni Viðarstauk sem haldin var innan Menntaskólans á Akureyri vorið 1984 og hafði verið þar árviss viðburður í félagslífi skólans.

Engin deili finnast á þessari sveit en hún gerði sér lítið fyrir og sigraði Viðarstauk ´84, frekari upplýsingar um liðs- og hljóðfæraskipan hennar má gjarnarn senda Glatkistunni.