Sigrún Ragnarsdóttir (1942-)

Sigrún Ragnarsdóttir er líklega öllu þekktari sem fegurðardrottning en söngkona en hún söng nokkuð með hljómsveitum á árum áður og m.a. inn á nokkrar hljómplötur með Alfreð Clausen. Sigrún Margrét Ragnarsdóttir fæddist sumarið 1942 í Reykjavík og ólst þar að mestu upp en einnig á Akureyri. Hún kom fyrst fram í Silfurtunglinu á unglingsaldri ásamt…

Sigurdór Sigurdórsson – Efni á plötum

Sigurdór Sigurdórsson og Hljómsveit Svavars Gests – Sigurdór og Hljómsveit Svavars Gests [ep] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: 45-2012 Ár: 1960 1. Mustafa 2. Þórsmerkurljóð Flytjendur: Sigurdór Sigurdórsson – söngur Hljómsveit Svavars Gests; – Svavar Gests – trommur og söngur – Eyþór Þorláksson – gítar – Gunnar Pálsson – bassi – Reynir Jónasson – harmonikka –…

Sigurdór Sigurdórsson (1938-2021)

Sigurdór Sigurdórsson er langt frá því að vera með þekktustu dægurlagasöngvurum íslenskrar tónlistarsögu en hann söng slagara sem allir hafa heyrt í hans meðförum og margir sungið með – Þórsmerkurljóð. Sigurdór er fæddur (1938) og uppalinn á Akranesi en fluttist til Reykjavíkur á barns- eða unglingsaldri. Hann var átján ára gamall þegar hann hóf að…

Sigurbjörn Þorgrímsson (1976-2011)

Tónlistarmaðurinn Sigurbjörn Þorgrímsson var einn af helstu frumkvöðlum í raf- og danstónlist á Íslandi og sendi frá sér plötur undir ýmsum nöfnum. Hann lést langt um aldur fram, aðeins þrjátíu og fimm ára gamall. Sigurbjörn var fæddur á Höfn í Hornafirði en fluttist til höfuðborgarsvæðisins um sjö ára aldur. Hann var tiltölulega ungur farinn að…

Sigurbjörg Petra Hólmgrímsdóttir – Efni á plötum

Kvöldgeislar: Lög Sigurbjargar Petru Hólmgrímsdóttur – ýmsir Útgefandi: Sigurbjörg Petra Hólmgrímsdóttir Útgáfunúmer: Sifa CD01 Ár: 2004 1. Göngum hljótt 2. Ég veit þú kemur 3. Meðan borgin sefur 4. Reykjavík 5. Ljúfar minningar 6. Í Vaglaskógi 7. Viðeyjarvalsinn 8. Við elfuna bláu 9. Kvöldgeislar 10. Vor 11. Hugrenning Flytjendur: Stefán Helgi Stefánsson – söngur Rakel…

Sigurbjörg Petra Hólmgrímsdóttir (1936-2006)

Sigurbjörg Petra Hólmgrímsdóttir var kórstjórnandi, laga- og textahöfundur, útsetjari og hljóðfæraleikari sem ekki fór mikið fyrir en hún áorkaði þó heilmiklu í tónlistarstarfi fyrir eldri borgara landsins, hún sendi frá sér plötu með frumsömdu efni þegar hún var komin fast að sjötugu. Sigurbjörg Petra Hólmgrímsdóttir fæddist á Ormarslóni í Þistilfirði vorið 1936 og þaðan hefur…

Sigrún Ragnarsdóttir – Efni á plötum

Alfreð Clausen og Sigrún Ragnarsdóttir – Hvað er svo glatt…: takið undir með Sigrúnu og Alfreð 1 [ep] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: EXP-IM 101 Ár: 1962 1. Hvað er svo glatt 2. Þrá 3. Vinarkveðja 4. Nú vagga skip 5. Sjómaður dáðadrengur 6. Jósep, Jósep 7. Ramóna 8. Skauta polki 9. Lánið elti Jón 10. Ólafía hvar er Vigga…

Sigurjón Samúelsson frá Hrafnabjörgum [annað] (1936-2017)

Sigurjón Samúelsson bóndi á Hrafnabjörgum í Ísafjarðardjúpi var um margt merkilegur maður en hans verður líklega minnst um ókomna tíð sem ástríðufullum plötusafnara sem m.a. átti eintök af nánast öllum 78 snúninga plötum sem komið höfðu út á Íslandi, eintök af mörgum þeirra höfðu ekki einu sinni verið í eigu Landsbókasafnsins eða Ríkisútvarpsins og því…

Sigurjón Axelsson (1973-91)

Sigurjón Axelsson var ungur og efnilegur tónlistarmaður sem starfaði með nokkrum hljómsveitum og hafði vakið nokkra athygli sem slíkur áður en hann féll fyrir eigin hendi aðeins átján ára gamall. Sigurjón var fæddur 1973 og hafði á unga aldri lært bæði á flautu og píanó áður en hann eignaðist gítar og hóf þá gítarnám einnig.…

Sigurgeir Sverrisson (1948-95)

Sigurgeir Sverrisson harmonikkuleikari frá Blönduósi er e.t.v. ekki meðal þekktustu tónlistarmanna á Íslandi en hann kom víða við í tónlistinni og átti m.a. á safnplötu með eigin tónsmíð. Sigurgeir var fæddur á Blönduósi 1948 og þar lék hann með fyrstu hljómsveit sinni, líklega um tvítugt. Sú sveit bar nafnið Sveitó og lék hann á harmonikku…

Sigurgeir Björgvinsson (1929-2015)

Sigurgeir Björgvinsson var kunnur harmonikkuleikari og kom víða við sem slíkur, hann byrjaði þó tónlistarferil sinn sem trymbill. Sigurgeir fæddist í Reykjavík vorið 1929, hann hóf snemma að vinna ýmis verkamannastörf og lærði síðar múrverk sem hann svo starfaði við út starfsævina. Hann hóf að leika með hljómsveitum upp úr seinni heimsstyrjöld, fyrst sem trommuleikari…

Sigurður Rósi Sigurðsson (1950-)

Sigurður Rósi Sigurðsson gítarleikari lék með nokkrum ísfirskum hljómsveitum á áttunda áratugnum áður en hann flutti til Nýja Sjálands en þar hefur hann búið síðan. Sigurður Rósi fæddist á Ísafirði 1950 og byrjaði að leika á gítar á unglingsárunum, hann lék með ýmsum hljómsveitum þar vestra eins og Náð, Danshljómsveit Vestfjarða, Hljómsveit Ásgeirs Sigurðssonar, Gancia…

Siguróli Geirsson (1950-2001)

Nafn Siguróla Geirssonar er óneitanlega mest tengt Suðurnesjunum en þar starfaði hann lengstum við kórstjórn, organistastörf og tónlistarkennslu. Siguróli varð ekki langlífur, hann lést eftir umferðarslys rúmlega fimmtugur að aldri. Siguróli Geirsson var fæddur í Keflavík 1950 og þar ólst hann upp, hann lærði á píanó og klarinettu við Tónlistarskólann í Keflavík og stundaði svo…

Afmælisbörn 15. september 2021

Eitt afmælisbarn í tónlistargeiranum er á skrá Glatkistunnar í dag: Það er Sigfús E. Arnþórsson en hann er sextíu og fjögurra ára gamall í dag. Sigfús lék með fjölda hljómsveita á árum áður, einkum norðanlands en það voru sveitir eins og Skýborg, Anus, Klassík, Namm, Tíglar, Árný trúlofast, Flugfrakt, Skarr og Mörðuvallamunkunum en einnig hefur…