Afmælisbörn 15. september 2021

Sigfús Arnþórsson

Eitt afmælisbarn í tónlistargeiranum er á skrá Glatkistunnar í dag:

Það er Sigfús E. Arnþórsson en hann er sextíu og fjögurra ára gamall í dag. Sigfús lék með fjölda hljómsveita á árum áður, einkum norðanlands en það voru sveitir eins og Skýborg, Anus, Klassík, Namm, Tíglar, Árný trúlofast, Flugfrakt, Skarr og Mörðuvallamunkunum en einnig hefur hann gefið út sólóplötu. Hann er þó líklega þekktastur fyrir að hafa samið lagið Endurfundir sem Upplyfting gerði vinsælt hér í eina tíð.

Vissir þú að eitt sinn hringdi kona í tímaritið Samúel til að spyrja hvar hún gæti nálgast blaðið þar sem Ragnhildur Gísladóttir væri berbrjósta en hún taldi lagið Fegurðardrottning vera persónuleg reynsla Ragnhildar?