Afmælisbörn 31. ágúst 2021

Fjögur afmælisbörn í tónlistargeiranum eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Vernharður Linnet djassfræðingur með meiru er sjötíu og sjö ára. Vernharður er líklega þekktasti djassáhugamaður landsins en hann hefur komið að djasstónlistinni frá ýmsum hliðum, starfrækt og stýrt tímariti um djass (Tónlistartímaritið TT og Jazzmál), haldið úti útvarpsþáttum, verið gagnrýnandi á Morgunblaðinu og verið…

Afmælisbörn 30. ágúst 2021

Afmælisbörnin eru fjögur talsins í dag: Agnar Már Magnússon píanóleikari er fjörutíu og sjö ára í dag. Agnar Már sem nam á Íslandi og í Hollandi, hefur einna mest verið áberandi í djassgeiranum og eftir hann liggja nokkrar plötur, auk þess sem hann hefur starfrækt Tríó Agnars Más og unnið nokkuð við leikhústónlist. Hann hefur…

ef Hið Illa sigrar – síðasta plata Dölla komin út

Út er komin platan ef Hið Illa sigrar en hún telst sjötta sólóplata tónlistarmannsins Dölla (Sölva Jónssonar), sem lést í febrúar á síðasta ári á fertugasta og fimmta aldursári sínu. Áður hafði hann sent frá sér fimm plötur, þá fyrstu árið 2015. Dölli hafði unnið að plötunni um skeið er hann lést en hún er…

Afmælisbörn 29. ágúst 2021

Sjö afmælisbörn í tónlistargeiranum koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Benóný Ægisson (Benni Ægizz) leikari og tónlistarmaður er sextíu og níu ára í dag. Benóný hefur sent frá sér sólóplötur, nú síðast fyrir fáeinum vikum, en hann hefur einnig verið viðloðandi hljómsveitir eins og Kamarorghesta, Sódó ódó og Orghesta. Herdís Hallvarðsdóttir er sextíu og…

Afmælisbörn 28. ágúst 2021

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Magnús Þór Sigmundsson tónlistarmaður er sjötíu og þriggja ára gamall í dag. Magnús Þór er auðvitað kunnastur fyrir samstarf sitt með Jóhanni Helgasyni, sbr. Magnús & Jóhann, en saman störfuðu þeir líka sem Pal brothers og í hljómsveitinni Change. Magnús Þór hefur ennfremur gefið út fjöldann…

Afmælisbörn 27. ágúst 2021

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Skáldið Sigurjón Birgir Sigurðsson eða bara Sjón er fimmtíu og níu ára gamall í dag. Fyrir utan að hafa slegið í gegn sem Johnny Triumph ásamt Sykurmolunum með lagið Luftgítar hefur Sjón samið fjölda texta sem komið hafa út á plötum. Hann hefur einnig gefið út…

Afmælisbörn 26. ágúst 2021

Í dag eru sex tónlistartengd afmælisbörn á lista Glatkistunnar: Daníel Ágúst Haraldsson tónlistarmaður er fimmtíu og tveggja ára gamall í dag. Hann vakti fyrst athygli á menntaskólaárum sínum með hljómsveitinni Nýdanskri sem hann hefur starfað með, reyndar með hléum, allt til þessa dags. Áður hafði hann verið í hljómsveitinni Chorus. Daníel Ágúst hefur einnig verið…

Sigríður Níelsdóttir (1930-2011)

Sigríður Níelsdóttir var óþekkt nafn með öllu í íslenskri tónlist allt þar til hún hóf að senda frá sér frumsamið efni á ótal geisladiskum í upphafi nýrrar aldar, þá komin á áttræðis aldur. Þetta uppátæki hennar vakti mikla athygli og var afkastageta hennar með miklum ólíkindum en alls komu út á sjö ára tímabili yfir…

Sieglinde Kahmann (1931-2023)

Sieglinde Kahmann (Sieglinde Elisabeth Björnsson Kahmann) var þýsk óperusöngkona og söngkennari sem bjó hér á landi í áratugi en hún var eiginkona Sigurðar Björnssonar óperusöngvara. Sieglinde sem var sópran söngkona fæddist í Austur-Þýskalandi 1931, hún hafði hug á að nema söng í heimalandinu en fékk engin tækifæri til þess og því tók hún til þess…

Sigurður Árnason (1947-2020)

Sigurður Árnason var kunnur bassaleikari og síðar upptökumaður sem kom við sögu á fjölda hljómplatna. Sigurður fæddist 1947 í Reykjavík og strax á unglingsárunum var hann farinn að leika með hljómsveitum með drengjum á svipuðu reki, fyrst sem gítarleikari en svo bassaleikari. Segja má að hann hafi fylgt öllum þeim straumum og stefnum sem voru…

Sinfon ok salterium [annað] (1993)

Sinfon ok salterium voru stuttir (um 15 mínútna langir) sjónvarpsþættir sem fjölluðu einkum um gömul íslensk hljóðfæri eins og íslenska fiðlu, langspil, hörpu o.s.frv. Það var Tónlistarmaðurinn Sigurður Rúnar Jónsson (Diddi fiðla) sem annaðist þáttagerðina en alls voru gerðir sex þættir í þessari seríu og sýndir í Ríkissjónvarpinu árið 1993. Hluti þáttanna er aðgengilegur á…

Simon Bello & Dupain (1984)

Heimildir eru afar fáar um hljómsveit sem kallaðist Simon Bello & Dupain en sú sveit átti eitt lag á safnplötunni SATT 2, sem kom út árið 1984 og var vettvangur minni spámanna í tónlistargeiranum. Meðlimir sveitarinnar á SATT 2 voru þeir Kjartan Valdemarsson hljómborðs- og píanóleikari, Úlfar Haraldsson bassaleikari, Ari Haraldsson saxófónleikari og Sævar Magnússon…

Sigurmolarnir (2004)

Sigurmolarnir var hópur söngvara sem söng lag eftir Sverri Stormsker sem kom út sumarið 2004 á safnplötunni Svona er sumarið 2004 en það var eins konar hvatningarlag í anda Hjálpum þeim, lagið var þó ekki gefið út til styrktar neinu sérstöku málefni heldur var fremur andlegt pepp fyrir Stormskerið sem þá hafði nýlega misst hús…

Sigurður Dagbjartsson (1959-)

Sigurður V. Dagbjartsson söngvari og gítarleikari er gamall í hettunni og hefur leikið með fjölda hljómsveita í gegnum tíðina, einkum ballsveitum en þó einnig með þekktari sveitum eins og Upplyftingu. Þótt ekki þekki ekki endilega allir nafn hans þá á hann samt sem áður stórsmell sem allir kannast við en það var upphaflega gefið út…

Sigurður Björnsson [2] (?)

Upplýsingar óskast um dægurlagasöngvara að nafni Sigurður Björnsson en hann var í hópi ungra söngvara sem kynntir voru á tónleikum 1955 og 56, og söng líklega með einhverjum hljómveitum um líkt leyti. Sigurður er að öllum líkindum fæddur milli 1935 og 40 en ekkert annað liggur fyrir um þennan einn af fyrstu dægurlagasöngvurum Íslands.

Sigríður Hannesdóttir (1932-)

Sigríður Hannesdóttir leikkona er líklega þekktust fyrir tvennt, annars vegar sem frægasti hrafn Íslandssögunnar en hún léði Krumma rödd sína og hreyfingar í Stundinni okkar á upphafsárum Ríkissjónvarpsins – hins vegar fyrir aðkomu sína að Brúðubílnum sem hún starfrækti ásamt fleirum um árabil. En Sigríður starfaði einnig söng- og leikkona og kom að fjölda revíu-…

Sigríður Gröndal – Efni á plötum

Á ljóðatónleikum Gerðubergs – ýmsir Útgefandi: Menningarmiðstöðin Gerðuberg Útgáfunúmer: GBCD 001 Ár: 1990 1. Sigríður Gröndal – Á vængjum söngsins = Auf Flügeln Des Gesanges 2. Sigríður Gröndal – Við vögguna = Bei der Wiege 3. Sigríður Gröndal – Kveðja = Gruss 4. Sigríður Gröndal – Ný ást = Neue Liebe 5. Sigríður Gröndal – Til Klóí =…

Sigríður Gröndal (1956-2015)

Nafn Sigríðar Gröndal sópran söngkonu er e.t.v. ekki meðal þeirra allra þekktustu í óperu- og einsöngvaraheiminum hér á landi en hún vakti einna mest athygli er hún keppti í Cardiff söngvakeppninni svokölluðu. Sigríður Gröndal fæddist haustið 1956 í Reykjavík og ólst upp á höfuðborgarsvæðinu, hún lærði á píanó sem barn en hóf söngnám hjá Elísabetu…

Sigríður Hannesdóttir – Efni á plötum

Rannveig og Krummi Útgefandi: Hljómplötuútgáfan s.f. Útgáfunúmer: HÚ 001 Ár: 1967 1. Nefið mitt er soldið svart 2. Sængin hans krumma 3. Atte katte noa 4. Karólína frænka 5. Siggi fer á fjöll Flytjendur:  Rannveig Jóhannsdóttir – söngur og leikur Krummi Krummason (Sigríður Hannesdóttir) – söngur og leikur Jakob Halldórsson – gítar Jón Kristinn Cortez – bassi Brúðubíllinn – Brúðubíllinn Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: SLP…

Afmælisbörn 25. ágúst 2021

Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá hjá Glatkistunni: Magnús Eiríksson laga- og textahöfundur, gítarleikari og söngvari er sjötíu og sex ára gamall. Magnús er einn allra helsti lagahöfundur íslenskrar tónlistarsögu, á að baki sólóferil sem og feril með hljómsveitum á borð við Mannakorn, Brunaliðið, Pónik og Blúskompaníið auk samstarfs við Kristján Kristjánsson (KK) og…

Afmælisbörn 24. ágúst 2021

Eitt afmælisbarn í íslenskri tónlistarsögu kemur við sögu Glatkistunnar í dag: Ólafur Haukur Símonarson er sjötíu og fjögurra ára gamall í dag. Ólafur er fyrst og fremst laga- og textahöfundur og skipta lög hans hundruðum, oftar en ekki tengt leikhúsinu. Þarna má nefna t.d. Hatt og Fatt, Gauragang, Fólkið í blokkinni og Kötturinn fer sínar…

Afmælisbörn 23. ágúst 2021

Afmælisbörnin eru fjögur talsins á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Jón Elfar Hafsteinsson gítarleikari og kokkur er fimmtíu og fjögurra ára gamall í dag. Margir muna eftir honum síðhærðum með Stjórninni þegar Eitt lag enn tröllreið öllu hér á landi en Jón Elfar hefur einnig leikið með sveitum eins og Sigtryggi dyraverði, Singultus, Hjartagosunum, Dykk,…

Afmælisbörn 22. ágúst 2021

Sex tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Stórsöngvarinn frá Bíldudal, Jón Kr. (Kristján) Ólafsson er áttatíu og eins árs gamall í dag. Jón vakti fyrst landsathygli með bílddælsku hljómsveitinni Facon en áður hafði hann reyndar sungið með Kvartettnum og Kristjáni, og Hljómsveit Jóns Ástvaldar Hall. Eftir að sögu Facons lauk starfaði Jón um…

Afmælisbörn 21. ágúst 2021

Glatkistan hefur upplýsingar um tvö tónlistartengd afmælisbörn þennan daginn: Theódór Júlíusson leikari er sjötíu og tveggja ára gamall í dag. Flestir tengja Theódór við leiklist og t.a.m. muna margir eftir honum í kvikmyndunum Mýrinni og Hrútum en hann hefur einnig sungið inn á margar plötur tengdar tónlist úr leikritum s.s. Evu Lúnu, Söngvaseið, Línu langsokk…

Afmælisbörn 20. ágúst 2021

Sex afmælisbörn koma við sögu á þessum degi: Einar Júlíusson söngvari er sjötíu og sjö ára. Einar söng með ýmsum hljómsveitum s.s. Saxon kvintett, H.J. kvartettnum og Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar áður en hann gerðist fyrsti söngvari Hljóma frá Keflavík. Síðar átti hann eftir að syngja með Pónik, t.d. lagið Léttur í lundu, og fleiri sveitum…

Bláa höndin í Húsi máls og menningar

Föstudags-tónleikaröðin í Húsi máls og menningar heldur áfram og nú er röðin komin að glænýju blúsbandi, BLÁU HÖNDINNI! Valinn maður í hverju rúmi, Jonni Ólafs (aka Kletturinn), Jakob Frímann, Einar Scheving og Gummi Pé. Hin nýstofnaða blúshljómsveit flytur hreinræktaðan blús og munu Kletturinn, Segullinn, Pýarinn og Skelfingin bjóða gestum og gangandi í óvissuferð um lendur…

Afmælisbörn 19. ágúst 2021

Tvö afmælisbörn er á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Þórður Árnason gítarleikari oftast kenndur við hljómsveit allra landsmanna, Stuðmenn, er sextíu og níu ára í dag. Nokkur ár eru liðin síðan hann yfirgaf sveitina en hann hefur í gegnum tíðina leikið með fjölmörgum hljómsveitum, þeirra á meðal má nefna Frugg, Sókrates, Rifsberju, Brunaliðið, Litla matjurtagarðinn,…

Sigríður Ella Magnúsdóttir (1944-)

Segja má að óperusöngkonan Sigríður Ella Magnúsdóttir sé meðal þeirra allra fremstu sem tilheyra annarri kynslóð óperusöngvara hér á landi, hún hefur búið í Bretlandi lungann úr starfsævi sinni en hefur heimsótt heimaslóðir með reglubundnum hætti og reyndar átt hér heimili síðustu árin. Sigríður Ella Magnúsdóttir mezzósópran fæddist í Reykjavík sumarið 1944, elst fimm systkina…

Sigríður Ella Magnúsdóttir – Efni á plötum

Sigríður Ella Magnúsdóttir – Fjórtán sönglög eftir fjórtán íslenzk tónskáld Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG 072 Ár: 1974 1. Draumalandið 2. Blómálfar 3. Nótt 4. Vorvindar 5. Kvöldsöngur 6. Mánaskin 7. Kveðja 8. Ég heyri ykkur kvaka 9. Vögguvísa 10. Farandsveinninn 11. Mun það senn? 12. Smaladrengurinn 13. Það vex eitt blóm fyrir vestan 14. Únglingurinn…

Sigmundur og Gunnar Jónssynir (1957- & 1959-)

Bræðurnir Sigmundur og Gunnar Jónssynir frá Einfætingsgili í Bitrufirði í Strandasýslu voru töluvert áberandi í söng- og tónlistarlífi Strandamanna á níunda áratug síðustu aldar þótt þeir væru þá löngu fluttir á höfuðborgarsvæðið en þeir eru enn virkir söngmenn og syngja gjarnarn einsöng með kórum sínum. Þeir bræður, Sigmundur fæddur 1957 og Gunnar tveimur árum síðar,…

Sigmundur og Gunnar Jónssynir – Efni á plötum

Sigmundur og Gunnar Jónssynir – Hirðingjasveinn Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1989 1. Þú varst mitt blóm 2. Hirðingjasveinn 3. Svefnljóð 4. Á vegamótum 5. Kossavísur 6. Svarkurinn 7. Ýmist sem þruma 8. Ég sé þig aðeins eina 9. Gunnar og Njáll 10. Sólseturljóð 11. Kveðja heimanað 12. Vorljóð 13. Líf 14. Góður…

Sigríður Björnsdóttir – Efni á plötum

Sigríður Björnsdóttir – Hve glöð er vor æska Útgefandi: Polarfonia Útgáfunúmer: PFCD 99.12.006-1 Ár: 1999 1. Það er svo margt 2. Lindin 3. Kvöld í sveit 4. Hríslan og lækurinn 5. Ég lít í anda liðna tíð 6. Mamma ætlar að sofna 7. Þú ert 8. Mánaskin 9. Vor 10. Fjólan 11. Rósin 12. Bíum,…

Sigríður Björnsdóttir (1918-2007)

Sigríður Björnsdóttir var alþýðukona vestan af Ströndum sem lét á gamals aldri gamlan draum rætast og gaf þá út plötu þar sem hún söng íslensk einsöngslög. Sigríður fæddist haustið 1918 og kenndi sig alltaf við Kleppustaði í Staðardal í Strandasýslu en þar bjó hún á æskuárum sínum. Hún var elst tólf systkina, þótti snemma vel…

Silfurtunglið [tónlistartengdur staður] (1955-75)

Skemmti- og veitingastaðurinn Silfurtunglið við Snorrabraut 37 var vinsæll meðal Reykvíkinga um tveggja áratuga skeið á skeiði ýmissa tónlistarstefna og þar skemmti fólk sér við rokk, bítl, hipparokk og „brennivínstónlist“ auk gömlu dansana. Húsið var þó löngum umdeilt vegna staðsetningar þess enda í miðri íbúðabyggð og það varð á endanum til þess að skemmtistaðnum var…

Silfurtónar [2] (2015-)

Á Bolungarvík hefur starfað barnakór við grunnskólann síðan árið 2015 (að öllum líkindum) undir nafninu Silfurtónar. Upplýsingar eru af afar skornum skammti um þennan kór en hann hefur sungið þar vestra við ýmis tækifæri undir stjórn Sigrúnar Pálmadóttur og hefur innihaldið á milli þrjátíu og fjörutíu kórmeðlimi. Glatkistan óskar eftir frekari upplýsingum um barnakórinn Silfurtóna.

Silfurfálkinn (1999-2003)

Silfurfálkinn mun hafa verið eins manns hljómsveit Sigurðar Halldórs Guðmundssonar sem hann starfrækti en hann sendi frá sér lög á þremur safnplötum á árunum 1999 til 2003 undir því nafni. Silfurfálkinn kemur fyrst fyrir á safnplötunni Rokkstokk 1999 (tengt samnefndri hljómsveitakeppni í Keflavík) þar sem hann var með tvö lög en sveitin hafnaði þar líklega…

Sigvaldi og stólpípan (um 1984)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar heitið Sigvaldi og stólpípan en sveitin hafði áður gengið undir nöfnunum Legó og Bólu-Hjálmar og vörturnar. Sveitin var starfandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð að öllum líkindum árið 1984 eða um það leyti og kom einu sinni fram á tónleikum innan skólans. Fyrir liggur að Valtýs Björn Thors…

Silver cock (2004)

Óskað er eftir upplýsingum um rokkhljómsveit sem bar nafnið Silver cock en hún var starfandi haustið 2004. Ask the slave var stofnuð upp úr þessari sveit en ekki liggur fyrir hverjir skipuðu hana og er því hér með óskað eftir þeim upplýsingum, starfstíma og fleira sem gæti verið lesendum áhugavert.

Silja Aðalsteinsdóttir (1943-)

Flestir tengja nafn Silju Aðalsteinsdóttur (f. 1943) við ritstörf og bókmenntir en hún skráð m.a. bókina um Bubba Morthens, Bubbi sem út kom fyrir jólin 1990, hún er jafnframt virtur bókmenntafræðingur, pistla- og rithöfundur, ritstjóri og þýðandi og hefur unnið til fjölda viðurkenninga og verðlauna fyrir störf sín í þeim geira. Silja á sér einnig…

Simbad (?)

Glatkistan óskar eftir hljómsveit sem líkast til starfaði á Seltjarnarnesinu undir nafninu Simbad, hugsanlega um síðustu aldamót. Sigurður G. [?] og Árni Benedikt Árnason munu hafa verið meðal meðlima þessarar sveitar en annað liggur ekki fyrir um hana og því óskað eftir upplýsingum um aðra meðlimi hennar, hljóðfæraskipan, starfstíma og annað.  

Afmælisbörn 18. ágúst 2021

Afmælisbörn dagsins eru þrjú að þessu sinni: Haraldur Leví Gunnarsson trommuleikari og plötuútgefandi er þrjátíu og fjögurra ára gamall á þessum degi en hann var þekktur sem trommuleikari hljómsveitanna Lödu sport og Lifun áður en hann stofnaði plötuútgáfuna Record record haustið 2007. Sú útgáfa lifir í dag góðu lífi og gefur út margar af frambærilegustu…

Afmælisbörn 17. ágúst 2021

Í dag eru þrjú afmælisbörn í tónlistargeiranum skráð hjá Glatkistunni: Skagamaðurinn Jón Trausti Hervarsson er sjötíu og sex ára í dag en hann er kunnastur fyrir framlag sitt með hljómsveitinni Dúmbó sextett og Steina frá Akranesi sem starfaði í um tvo áratugi en hann var einn þeirra sem var allan tímann í sveitinni. Jón Trausti…

Afmælisbörn 16. ágúst 2021

Þrjú afmælisbörn eru á skrá í dag: Sigurður (Pétur) Bragason baritónsöngvari er sextíu og sjö ára. Sigurður nam söng og tónfræði frá Tónlistarskólanum í Reykjavík en stundaði síðan framhaldsnám á Ítalíu og Þýskalandi. Hann hefur sungið ýmis óperuhlutverk heima og erlendis, gefið út sjö plötur með söng sínum, auk þess að stýra nokkrum kórum s.s.…

Afmælisbörn 15. ágúst 2021

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Þingeyingurinn Baldur Ragnarsson tónlistarmaður og áhugaleikari er þrjátíu og sjö ára gamall í dag. Þótt flestir tengi Baldur við gítarleik og söng í  hljómsveitinni Skálmöld hefur hann komið við í miklum fjölda sveita af ýmsu tagi, sem vakið hafa athygli með plötum sínum. Þar má…

Afmælisbörn 14. ágúst 2021

Fjögur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Stórsöngvarinn Geir Ólafsson er fjörutíu og átta ára gamall á þessum degi. Geir eða Ice blue eins og hann er oft kallaður, hefur gefið út nokkrar sólóplötur og plötur með hljómsveit sinni Furstunum, sem samanstendur af tónlistarmönnum í eldri kantinum og er eins konar stórsveit. Hrönn Svansdótir…

Afmælisbörn 13. ágúst 2021

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fimm talsins í dag: Ingunn Gylfadóttir tónlistarkona er fimmtíu og tveggja ára gömul á þessum degi. Ingunn var aðeins þrettán ára gömul þegar plata með henni, Krakkar á krossgötum kom út en síðar vakti hún verulega athygli fyrir framlag sitt í undankeppnum Eurovision ásamt Tómasi Hermannssyni en þau gáfu út plötu saman…

Afmælisbörn 12. ágúst 2021

Glatkistan hefur fjögur tónlistartengd afmælisbörn á skrá sinni í dag: Fyrsta skal nefna Halldóru Geirharðsdóttur (Dóru Wonder) leik- og tónlistarkonu en eins og margir muna var hún söngkona og saxófónleikari hljómsveitarinnar Risaeðlunnar eða Reptile eins og hún kallaðist á erlendri grundu. Sú sveit gaf út nokkrar plötur en söng hennar má einnig heyra á plötum…

Siggi Björns (1955-)

Trúbadorinn Siggi Björns (Siggi Bjørns) hefur haft tónlist að lifibrauði síðan á níunda áratug síðustu aldar og hefur gefið út fjölda platna á ferli sínum, hann er líkast til einn víðförlasti tónlistarmaður Íslendinga en hann hefur heimsótt fjölda landa í flestum heimsálfum. Sigurður Björnsson eða Siggi Björns er fæddur (1955) og uppalinn á Flateyri, hann…

Siggi Helgi (1959-)

Tónlistarmaðurinn Siggi Helgi var töluvert áberandi á níunda áratug síðustu aldar og sendi þá frá sér sólóplötu auk þess sem hann kom fram í kvikmyndinni Kúrekum norðursins ásamt fleirum og tók samhliða því þátt í kántríhátíðar-ævintýrinu á Skagaströnd. Í seinni tíð hefur hann mestmegnis starfrækt hljóðver og eitthvað starfað með hljómsveitum. Sigurður Helgi Jóhannsson (Siggi…

Siggi Björns – Efni á plötum

Siggi Björns – ÍS.261 Útgefandi: Tófutak Útgáfunúmer: Tófutak 001 Ár: 1988 1. Við Drekkingarhyl 2. Júdas 3. Bísinn á Trinidad 4. Lofkvæði um konuna mína 5. She was a woman 6. Don‘t think twice, It‘s alright 7. Goodmorning blues 8. Waiting for a train 9. Mrs. Robinson 10. Ó, María 11. Minnie the moonshine 12.…