Simon Bello & Dupain (1984)

Heimildir eru afar fáar um hljómsveit sem kallaðist Simon Bello & Dupain en sú sveit átti eitt lag á safnplötunni SATT 2, sem kom út árið 1984 og var vettvangur minni spámanna í tónlistargeiranum.

Meðlimir sveitarinnar á SATT 2 voru þeir Kjartan Valdemarsson hljómborðs- og píanóleikari, Úlfar Haraldsson bassaleikari, Ari Haraldsson saxófónleikari og Sævar Magnússon söngvari og gítarleikari en sá síðast taldi samdi lag og texta.

Óskað er eftir frekari upplýsingum um Simon Bello & Dupain, hvort sveitin var í raun starfandi eða einungis sett saman fyrir þessa upptökur, hversu lengi hún starfaði o.s.frv.