Sinfon ok salterium [annað] (1993)

Skjáskot úr þættinum Sinfon ok salterium

Sinfon ok salterium voru stuttir (um 15 mínútna langir) sjónvarpsþættir sem fjölluðu einkum um gömul íslensk hljóðfæri eins og íslenska fiðlu, langspil, hörpu o.s.frv.

Það var Tónlistarmaðurinn Sigurður Rúnar Jónsson (Diddi fiðla) sem annaðist þáttagerðina en alls voru gerðir sex þættir í þessari seríu og sýndir í Ríkissjónvarpinu árið 1993. Hluti þáttanna er aðgengilegur á Youtube.