Afmælisbörn 21. september 2021

Í dag eru fjögur afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari er fimmtíu og sex ára gömul í dag. Áshildur hefur komið víða við í tónlist sinni, verið í aukahlutverkum á plötum annarra listamanna en einnig gefið sjálf út nokkrar sólóplötur, m.a. í samstarfi við annað afmælisbarn dagsins, Atla Heimi, og einnig Selmu Guðmundsdóttur, svo…