Sigrún Jónsdóttir [2] (1930-)

Sigrúnu Jónsdóttur má líklega telja fyrstu dægurlagasöngkonu Íslands sem eitthvað kvað að en hún var kornung farin að vekja athygli með Öskubuskum og litlu síðar sem söngkona dægurlagahljómsveita. Hún sendi frá sér nokkrar smáskífur á ferli sínum, bæði í samstarfi við aðra kunna söngvara og svo einnig ein. Hún fluttist svo til Noregs og hvarf…

Sigrún Jónsdóttir [2] – Efni á plötum

Sigrún Jónsdóttir og Alfreð Clausen – Hvert einasta lag / Ástartöfrar [78 sn.] Útgefandi: Íslenzkir tónar  Útgáfunúmer: IM 17 Ár: 1953 1. Hvert einasta lag 2. Ástartöfrar Flytjendur: Sigrún Jónsdóttir – söngur Alfreð Clausen – söngur Hljómsveit Kristjáns Kristjánssonar: – Kristján Kristjánsson – alto saxófónn – Gunnar Ormslev – tenór saxófónn – Ólafur Gaukur Þórhallsson – gítar – Kristján Magnússon – píanó – Einar…

Sigrún Jónsdóttir [1] – Efni á plötum

Sigrún Jónsdóttir á Rangá – Sigrún á Rangá Útgefandi: Sigrún Jónsdóttir Útgáfunúmer: 20273 Ár: 1973 1. Brúður söngvarans 2. Litfríð og ljóshærð 3. Lindin 4. Mansöngur við sjó fram 5. Fölnuð er liljan 6. Sumri hallar Flytjendur: Sigrún Jónsdóttir – söngur Ólafur Vignir Albertsson – píanó

Sigrún Jónsdóttir [1] (1923-90)

Sigrún Jónsdóttir á Rangá í Köldukinn var ein þeirra alþýðulistakvenna sem aldrei verður úr skorið um hvort hefði náð langt ef nám í sönglistinni og áhugi á frægð og frama hefði verið til staðar, þess í stað varð hún mikilvægur póstur í menningarlífi sveitar sinnar og varð reyndar svo fræg að gefa út eina sex…

Sigtryggur dyravörður – Efni á plötum

Sigtryggur dyravörður – Mr. Empty Útgefandi: Sigtryggur D. Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1993 1. Queen of the Alley 2. It’s Alright 3. Indian Summer 4. Hate Has No Outlines 5. Rapers 6. Out of my Head 7. The Pig 8. Angry Youth 9. Mr. Empty 10. Everything Flytjendur: Eiður Alfreðsson – bassi Jóhannes Eiðsson –…

Sigtryggur dyravörður (1993-94)

Hljómsveitin Sigtryggur dyravörður starfaði á annað ár undir lok síðustu aldar, spilaði mikið á þeim tíma og sendi frá sér eina plötu sem hlaut ágætar viðtökur. Sveitin var stofnuð snemma árs 1993 og voru meðlimir hennar í upphafi þeir Eiður Alfreðsson bassaleikari, Jón Elfar Hafsteinsson gítarleikari, Sigurður Ingimarsson söngvari og Tómas Jóhannesson trommuleikari. Nafn sveitarinnar…

Sixties [1] (1987-90)

Hljómsveitin Sixties (einnig ritað Sixtís) starfaði undir lok níunda áratugar síðustu aldar og var líkast til eins konar undanfari sveitar sem spratt fram á sjónarsviðið fáeinum árum síðar undir sama nafni. Svo virðist sem Sixties hafi verið stofnuð 1987 en hún spilaði töluvert, einkum í Hollywood næstu tvö árin. Sigríður Beinteinsdóttir söng eitthvað með sveitinni…

Sigurður Friðriksson (1939-)

Sigurður Friðriksson harmonikkuleikari hefur birst víða í tónlistarlífi Þingeyinga, bæði sem tónlistarmaður og í félagsmálum harmonikkuunnenda. Sigurður Kristján Friðriksson er fæddur (1939) og uppalinn á Halldórsstöðum í Reykjadal, elstur fimm systkina en faðir hans er Friðrik Jónsson kórstjórnandi, organisti og tónskáld svo Sigurður átti ekki langt að sækja tónlistina. Sigurður vakti fyrst athygli fyrir söng…

Sigurður Demetz Franzson (1912-2006)

Segja má að koma Sigurðar Demetz hingað til lands um miðja síðustu öld hafi verið hvalreki fyrir söngunnendur og -nemendur en hann kenndi söng víða um land nánast fram í andlátið, fjölmargir þekktir söngvarar fyrr og síðar stunduðu nám hjá honum. Uppruni Sigurðar Demetz er pínulítið flókinn, hann var elstur systkina sinna, fæddur í bænum…

Sigurður Reynir Pétursson (1921-2007)

Sigurður Reynir Pétursson hæstaréttarlögmaður er líklega einn mikilvægasti liðsmaður tónlistamanna í höfundaréttindabaráttu þeirra á 20. öld en hann kom með margvíslegum hætti að félags- og réttindamálum þeirra. Sigurður Reynir Pétursson var fæddur í Stykkishólmi 1921 og bjó þar fyrstu æviár sín en að loknu stúdentsprófi við MR og lögfræðiprófi við Háskóla Íslands hélt hann til…

Sigurður Lárusson hefur náð takmarkinu (1984)

Hljómsveit sem bar nafnið Sigurður Lárusson hefur náð takmarkinu var meðal keppenda í tónlistarkeppninni Viðarstauk sem haldin var innan Menntaskólans á Akureyri vorið 1984 og hafði verið þar árviss viðburður í félagslífi skólans. Engin deili finnast á þessari sveit en hún gerði sér lítið fyrir og sigraði Viðarstauk ´84, frekari upplýsingar um liðs- og hljóðfæraskipan…

Sigurður Ísólfsson (1908-92)

Orgnistans Sigurðar Ísólfssonar verður e.t.v. helst minnst fyrir ríflega hálfrar aldar starf sitt við Fríkirkjuna í Reykjavík en hann starfaði við kirkjuna fyrst sem aðstoðarmaður og svo organisti og kórstjóri. Sigurður G. Ísólfsson (Sigurður Guðni Ísólfsson) fæddist sumarið 1908 á Stokkseyri og er ekki hægt að segja annað en að tónlistin hafi verið honum borin…

Sigurður Helgason (1872-1958)

Sigurður Helgason söngfræðingur eins og hann var kallaður, var sannkallaður tónlistarfrömuður innan samfélags Vestur-Íslendinga í kringum aldamótin 1900 en hann stjórnaði fjölda kóra og hljómsveita auk þess að leika á ýmis hljóðfæri og syngja einnig, þá var hann tónskáld og mun þekktasta sönglag hans vera Skín við sólu Skagafjörður sem allmargir kannast við. Helgi Sigurður…

Afmælisbörn 8. september 2021

Sex afmælisbörn eru í Glatkistu dagsins: Fyrstan skal telja Gunnlaug Briem sem á fimmtíu og níu ára afmæli, hann var lengi þekktastur fyrir trommuframlag sitt í hljómsveitinni Mezzoforte en hann hefur einnig verið í sveitum eins og Ljósunum í bænum, Park project, Dúndrinu, Model, Ófétunum og Mannakornum. Gunnlaugur hefur auk þess gefið út nokkrar sólóplötur…