Sigurður Birkis – Efni á plötum

Sigurður Birkis – Englasöngur / Finnst nokkur grund [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: HMV X 3613 Ár: 1930 1. Englasöngur 2. Finnst nokkur grund Flytjendur: Sigurður Birkis – söngur [engar upplýsingar um aðra flytjendur]     Sigurður Birkis – Saknaðarljóð / Svo undurkær [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: HMV X 3614 Ár: 1930 1. Saknaðarljóð…

Sigurður Birkis (1893-1960)

Segja má að Sigurður Birkis hafi haft gríðarlega mikil áhrif á sönglíf okkar Íslendinga en hann kenndi söng um land allt, kom að stofnun fjölda kirkjukóra og annarra kóra í starfi sínu sem söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar og söngkennari Sambands íslenskra karlakóra, þá söng hann einnig sjálfur og komu út nokkrar plötur með söng hans. Sigurður Eyjólfsson…

Sigurður Ágústsson frá Birtingaholti – Efni á plötum

Söngkveðjur: Lög eftir Sigurð Ágústsson frá Birtingaholti – ýmsir Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: FA 038 Ár: 1983 1. Magnús Jónsson – Árnesþing 2. Magnús Jónsson – Haustnótt 3. Magnús Jónsson – Krummavísur 4. Magnús Jónsson – Kveðja 5. Svala Nielsen – Júnímorgunn 6. Svala Nielsen – Inga-Dóra 7. Svala Nielsen – Kvöldvísa: þjóðvísa 8. Magnús Jónsson…

Sigurður Ágústsson frá Birtingaholti (1907-91)

Tónlistarfrömuðurinn Sigurður Ágústsson frá Birtingarholti sinnti tónlist með einum eða öðrum hætti alla sína ævi, hann stjórnaði kórum, var organisti, kennari og skólastjóri, tónskáld og textaskáld samhliða bú- og félagsstörfum í sveitinni sinni. Sigurður Ágústsson var fæddur vorið 1907 í Birtingaholti í Hrunamannahreppi í Árnessýslu, hann var yngstur níu systkina og sýndi ungur tónlistarhæfileika á…

Sigurður Björnsson [1] – Efni á plötum

Sigurður Björnsson – Jólasálmar: Sigurður Björnsson syngur [ep] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: EXP IM 67 Ár: 1959 1. Kvöldbæn 2. Ave Maria 3. Nú árið er liðið 4. Sem barn af hjarta Flytjendur: Sigurður Björnsson – söngur kvennakór – söngur undir stjórn Ragnars Björnssonar Ragnar Björnsson – orgel Magnús Blöndal Jóhannesson – píanó

Sigurður Björnsson [1] (1932-)

Óperusöngvarinn Sigurður Björnsson er meðal þeirra kunnustu í sinni stétt, hann starfaði lengi vel erlendis en kom heim eftir tveggja áratuga starfstíð í Þýskalandi og Austurríki, tók þá við starfi framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands en var að syngja samhliða því allt til sextíu og fimm ára aldurs. Sigurður sem telst lýrískur tenór kemur úr Hafnarfirði, fæddur…

Sigurður Bjóla – Efni á plötum

Jolli & Kóla – Upp og niður: Stimulerende, forfriskende Útgefandi: Steinar Útgáfunúmer: STLP 067 / STCD 067 Ár: 1983 / 1999 1. Bíldudals grænar baunir 2. Pósitífur sapíens 3. Gurme 4. Næsti 5. Sæl og blessuð 6. Hann á konu 7. Grannar 8. Bökum brauð 9. King kong 10. Síkorskí 11. Upp og niður 12. Nándar nærri Flytjendur:  Ásgeir…

Sigurður Bjóla (1952-)

Nafn Sigurðar Bjólu er eitt þeirra stóru í íslenskri tónlistarsögu þótt aldrei hafi mikið farið fyrir honum opinberlega og líklega ætti hugtakið „huldukamelljón“ ágætlega við hann. Hann hefur starfað mest alla ævi að tónlist með einum eða öðrum hætti sem söngvari, hljóðfæraleikari, hljóð- og upptökumaður, höfundur, útsetjari og margt fleira og var t.d. lykilmaður í…

Síðasta stunan (1981)

Tríóið Síðasta stunan var eins konar afsprengi eða dótturhljómsveit nýbylgjusveitarinnar Fan Houtens Kókó sem starfaði á árunum 1981-83 innan Medúsu-hópsins. Meðlimir Síðustu stununnar voru þeir Þorri Jóhannsson söngvari, Ólafur J. Engilbertsson bassaleikari og Einar Melax hljómborðsleikari. Sveitin kom aðeins einu sinni fram, á tónleikum í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti haustið 1981.

Síðan kom rigning (1989)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem starfaði árið 1989 á Suðurlandi, hugsanlega Selfoss eða nágrenni undir nafninu Síðan kom rigning. Upplýsingar um meðlimi sveitarinnar, hljóðfæraskipan, starfstíma og annað sem bitastætt þykir má gjarnan senda Glatkistunni.

Síbería (1972)

Heimildir um hljómsveit sem starfaði innan gagnfræðiskólans í Hveragerði og gekk undir nafninu Síbería, eru afar fáar en sveitin mun hafa verið skammlíf og starfað vorið 1972. Nafn sveitarinnar mun hafa komið til vegna húsnæðisins þar sem hún æfði en það gekk undir nafninu Síbería. Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson gítarleikari (síðar tónskáld) mun hafa verið einn…

Síld, ást og ávextir (1987-89)

Hljómsveitin Síld, ást og ávextir starfaði í Álftamýrarskóla um tveggja ára skeið seint á níunda áratug síðustu aldar og hafði m.a. á að skipa meðlimum sem síðar urðu kunnir tónlistarmenn. Sveitin var líklega stofnuð síðla árs 1987 og var enn starfandi haustið 1989, meðlimir hennar voru þeir Egill Sæbjörnsson bassaleikari, Einar Tönsberg hljómborðsleikari, Rafn Marteinsson…

Sígild (1986-88)

Danshljómsveitin Sígild starfaði um tveggja ára skeið á Ísafirði á síðari hluta níunda áratug síðustu aldar (1986-88) og lék mestmegnis á dansleikjum á Ísafirði og nágrenni. Meðlimir Sígildra voru þau Guðný Snorradóttir söngkona og gítarleikari, Halldór Guðmundsson trommuleikari og Sigurgeir Sverrisson hljómborðs- og harmonikkuleikari. Sveitin hætti störfum þegar Guðný fluttist suður á höfuðborgarsvæðið haustið 1988.

Sílikon (1996)

Techno-dúettinn Sílikon var meðal keppnissveita í Músíktilraunum vorið 1996 en að öllum líkindum var um að ræða skammlífa sveit, hún komst ekki í úrslit Músíktilraunanna. Meðlimir Sílikon voru þeir Örnólfur Thorlacius og Einar Johnsen tölvumenn.

Afmælisbörn 22. september 2021

Hvorki fleiri né færri en fimm tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Fyrstan skal nefna Ragnar Bjarnason söngvara en hann lést árið 2020. Ragnar (f. 1934) þarf varla að kynna fyrir lesendum Glatkistunnar en eftir hann liggja um fimmtíu útgáfur í formi stórra og lítilla platna í gegnum tíðina. Allir þekkja lög eins…