Sílikon (1996)

Sílikon

Techno-dúettinn Sílikon var meðal keppnissveita í Músíktilraunum vorið 1996 en að öllum líkindum var um að ræða skammlífa sveit, hún komst ekki í úrslit Músíktilraunanna.

Meðlimir Sílikon voru þeir Örnólfur Thorlacius og Einar Johnsen tölvumenn.