Síld, ást og ávextir (1987-89)

Síld, ást og ávextir

Hljómsveitin Síld, ást og ávextir starfaði í Álftamýrarskóla um tveggja ára skeið seint á níunda áratug síðustu aldar og hafði m.a. á að skipa meðlimum sem síðar urðu kunnir tónlistarmenn.

Sveitin var líklega stofnuð síðla árs 1987 og var enn starfandi haustið 1989, meðlimir hennar voru þeir Egill Sæbjörnsson bassaleikari, Einar Tönsberg hljómborðsleikari, Rafn Marteinsson trommuleikari, Sigtryggur Jóhannesson hljómborðsleikari og Finnur Bjarnason söngvari. Hugsanlegt er að fleiri hafi komið við sögu sveitarinnar.