Síbería (1972)

Heimildir um hljómsveit sem starfaði innan gagnfræðiskólans í Hveragerði og gekk undir nafninu Síbería, eru afar fáar en sveitin mun hafa verið skammlíf og starfað vorið 1972. Nafn sveitarinnar mun hafa komið til vegna húsnæðisins þar sem hún æfði en það gekk undir nafninu Síbería.

Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson gítarleikari (síðar tónskáld) mun hafa verið einn meðlima Síberíu en allt er á huldu um aðra, Þröstur Stefánsson gæti þó hugsanlega hafa verið trymbill sveitarinnar.

Frekari upplýsingar um Síberíu má senda Glatkistunni.