Síðasta stunan (1981)

Síðasta stunan

Tríóið Síðasta stunan var eins konar afsprengi eða dótturhljómsveit nýbylgjusveitarinnar Fan Houtens Kókó sem starfaði á árunum 1981-83 innan Medúsu-hópsins.

Meðlimir Síðustu stununnar voru þeir Þorri Jóhannsson söngvari, Ólafur J. Engilbertsson bassaleikari og Einar Melax hljómborðsleikari.

Sveitin kom aðeins einu sinni fram, á tónleikum í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti haustið 1981.