Gissur Björn Eiríksson (1956-2008)

Gissur Björn Eiríksson

Gissur Björn Eiríksson (fæddur í Reykjavík 1956) er einn þeirra einyrkja í tónlist sem sent hafa frá sér plötur sem kenndar eru við svokallað „hamfarapopp“.

Gissur Björn hafði starfað við ýmis verkamannastörf á landi og á sjó en hann hafði átt við geðræn veikindi að stríða og var búsettur í íbúð við Hátún þegar hann sendi frá sér plötuna The Beginning árið 2001. Hann naut þar aðstoðar Axels Einarssonar á Stöðinni en tónlistin var leikin af skemmtara sem Gissur Björn söng laglínur sínar yfir, lögin voru nýleg en textana hafði hann samið um aldarfjórðungi fyrr. The beginning fékk ágæta dóma í Morgunblaðinu.

Gissur Björn lést árið 2008 rúmlega fimmtugur að aldri.

Efni á plötum