Gissur Geirsson (1939-96)

Gissur Geirsson

Gissur Geirsson

Gissur Geirs var einn af kóngum sveitaballanna á Suðurlandi þegar þau voru og hétu, hann starfrækti nokkrar sveitir sem allar nutu vinsælda þótt aldrei gæfu þær út lög á plötum.

Gissur (Ingi) Geirsson smiður og landpóstur fæddist 1939 að Byggðarhorni í Flóa og bjó þar mestan hluta ævi sinnar sem og á Selfossi.

Hann varð snemma liðtækur á harmonikku og hljómborð en lék einnig á saxófón, hann hóf að leika opinberlega tvítugur að aldri, ýmist einn eða með hljómsveitum víða um Suðurland. Hann stofnaði og starfrækti ýmsar litlar hljómsveitir sem gerðu út á sveitaböllin, má þar nefna Tónabræður[1] (1958-61), Caroll quintet (1961), Hljómsveit Gissurar Geirs (1970-81) og Glæsir (1979-82) svo einhverjar séu nefndar en einnig starfaði hann um tíma í Hljómsveit Óskars Guðmundssonar. Systur Gissurar, Hjördís og Úlfhildur sungu í mörgum þeirra sveita sem hann stjórnaði.

Gissur hafði átt í veikindum í nokkur ár þegar hann lést 1996.